Bændablaðið - 24.02.2022, Blaðsíða 47

Bændablaðið - 24.02.2022, Blaðsíða 47
Bændablaðið | Fimmtudagur 24. febrúar 2022 47 ræktun á trjátegundum sem best hafa reynst á Íslandi bæði í aðlögun og uppskeru. Í nýlegri umsögn stofn- unarinnar um trjárækt í nálægð Reykjavíkur í nánd við Lækjarbotna sem Skógræktarfélag Kópavogs hefur hug á að hefja er mælt ákveðið gegn því að ein „ágengasta tegund jarðar“ þ.e. stafafura verði gróður- sett en einnig beri að „forðast“ að notast við eina kynbætta íslenska yrkið af birki þ.e. Emblu, sem jafn- best reynist í samanburðartilraunum um allt land. Einnig beri að forðast svonefnt Bæjarstaðaúrval. Hvatt er til þess að notast heldur við fræ af birki sem finnist á svæðinu og „aðrar íslenskar trjátegundir“. Ekki er til- tekið hverjar þær eigi að vera enda úr vöndu að ráða þegar gluggað er í Flóru Íslands. Þegar svipast er um á svæðinu má reyndar sjá einstaka birki en líklegast er erfðauppruni þeirra úr sumarhúsalöndum í nánd við svæðið. Þau tré eiga sennilega að mestu upp- runa sinn í Bæjarstaðaskógi líkt og Bæjarstaðaúrval og yrkið Embla. Þessi afstaða Landgræðslunnar til þess hvaða birki skuli gróðursett er einnig þekkt úr öðrum landshlutum. Engin ástæða er til að efast um einlæga afstöðu ofangreindra greinarhöfunda að varast beri skóg- rækt en hún byggir þá væntanlega á tilfinningum, fegurðarmati og ein- hverskonar þjóðernishyggju fyrir hönd gróðurfarsins en örugglega ekki á fyrirmælum úr alþjóðlegum samningum. Einstaklingar eru frjálsir að skoðunum sínum en erfiðara er að glöggva sig á hvernig stofnun sem auðkennd er með heitinu landgræðsla kemst að þeirri niðurstöðu að ekki megi rækta vænlegar plöntutegundir sem sóttar eru í gróðurlendi í öðrum löndum eða jafnvel öðru landshlutum innanlands til uppgræðslu og nytja á Íslandi. Reyndar er það svo að starfs- menn stofnunarinnar beittu sér áður mjög einarðlega að innflutningi, fræ- rækt og notkun slíkra plantna ára- tugum saman og er öflug útbreiðsla lúpínunnar um allt land óbrotgjarn minnisvarði um mikinn árangur þess starfs. Hér er því um mikinn viðsnún- ing í stefnumörkun að ræða. Ákvæði 8H flaggað á röngum forsendum Ákvæði 8H í lífbreytileika-samn- ingnum á fyllilega rétt á sér og full ástæða til að huga vel að inn- flutningi framandi erfðaefnis til landsins. Á því er mikil brotalöm hér á landi. Hvað varðar trjárækt er innflutningur plantna á rót eitt háskalegasta dæmið. Fjörlegt líf- ríki sveppa, baktería ,þráðorma, skordýra og snigla hefur borist til landsins sem laumufarþegar með þessum innflutningi. Meðal þess háskalegasta á síðustu árum eru tvær tegundir skordýra sem leggj- ast á birki. Þær nefnast kemba og þéla og leggja egg á lauf birkis. Úr þeim klekjast lirfur sem éta sér leið milli laga í laufblaðinu þannig að trén verða iðulega brún um mitt sumar. Laufþekja stórra trjáa sem verða fyrir mikilli árás nær ekki að þjón- usta stórt rótarkerfi og greinar og tréð deyr ef það verður fyrir slíkri árás nokkur ár í röð. Mikið er í húfi því þessi óværa er tekin að leggjast á birkikjarr og fjalldrapa víða um land þannig að sér á. Sennilega tóra þessar tegund- ir eitthvað vegna hæfileika þeirra til að endurnýjast frá rót. Kemban og þélan eru land- lægar tegundir í Evrópu en valda ekki merkjanlegu tjóni á birki þar. Skýringin á þessum mun á skað- anum sem þær valda hér og t.d. á Norðurlöndum felst í því að þær eiga sér náttúrulega óvini í smá- vöxnum vesputegundum sem halda þeim í skefjum. Eina sjáanlega lausn á þeim vanda sem skapast hefur af þessum slysalega innflutn- ingi er að færa þessar vespur einnig inn í lífríki landsins. Þar kæmi því aukinn lífbreytileiki til hjálpar en núverandi fábreytileiki hvað varð- ar óvini ofangreindrar óværu er vandamál okkar. Til þessa ráðs gripu Kanadamenn þegar ofangreind evrópsk skor- dýr bárust til þeirra og gerði það gæfumuninn. Möguleg hrað- fara eyðilegging birkiskóglendis á Íslandi er hinn kosturinn. Í Bændablaðinu á liðnu hausti er gerð grein fyrir verkefni á vegum Skógræktarinnar sem beinist að slíkum lífrænum vörnum með dyggri aðstoð Kanadamanna og verður að vona að það fái skjótan framgang. Ekki dugir að bíða með hend- ur í skauti og vonast til að þessar lífrænu bjargir berist okkur fyrir heppni með næsta farmi af plöntum á rót sem fluttur er nánast eftirlits- laus til landsins. Breytileg túlkun hugtaksins „líffræðilegur breytileiki“ skapar rugling Þá er það yfirskrift samningsins sjálfs sem veldur misskilningi. Flestir skilja hugtakið lífbreytileika þannig að fjöldi tegunda sé mikil- vægasti mælikvarðinn. Hvernig ber að skilja að sáning lúpínu til landgræðslu á örfoka landi ógni lífbreytileika? Og hvernig má það vera að fjölgun tegunda og aukin gróðursæld sé ógn við lífbreytileika og að þessi ógn sé afleiðing þess að íbúar þessa lands óska langflestir eftir því að efla þá gróðursæld. Steindór Steindórsson frá Hlöðum lagði á sjöunda áratugnum mat á það hve stór hluti íslensku flórunnar væri aðfluttur. Niðurstaða hans var að nálægt fjórðungur væri aðfluttur eftir landnám bæði með- vitað og ómeðvitað. Flestir myndu túlka þá niðurstöðu þannig að breytileiki í tegundasamsetningu hafi aukist. Síðan hefur tegundum í þessum hópi fjölgað. Ekki er vitað til þess að nokkur upprunaleg plöntu- tegund hafi horfið vegna þessarar fjölgunar tegunda. Hvaða nytjategundir verða næstar? Hvaða vinna hefur farið fram í fjöl- mennu starfsliði Landgræðslunnar þegar ákveðið er hverjar þessara plöntutegunda hafi komið með óæskilegt vegabréf í farteskinu? Hvaða nytjategund er næst í röð- inni til að fá rauða spjaldið? Verða það fóðurgrösin vallarfoxgras og snarrót sem báðar bárust til landsins eftir landnám? Hvernig og hvenær komust menn að því að ekki bæri að nota öflugasta staðbrigðið af íslensku birki í almennri skógrækt á Íslandi og að kynbætt birki með eftirsótta eiginleika beri ekki nota í ræktun. Hefur Landgræðslan umboð í lögum eða reglugerð til að fella slíka úrskurði og það á starfsviði Skógræktarinnar sem er falin yf- irumsjón á skógrækt í landinu? Hafin er árás á skógrækt á Íslandi sem er sögð vera á grundvelli há- timbraðra fræða en ekki tilfinninga og er því nauðsynlegt að kalla eftir þeim forsendum sem liggja þar til grundvallar. Einnig væri rétt að meta þá hagsmuni sem eru undir ef ekki má rækta hér öflugar nytjaplöntur til afurða, til skjóls, til að hefta tap á jarðvegi og binda kolefni svo dæmi séu tekin. Og það á grund- velli torskilinnar bókstafstrúar. Nær væri að sameinast um að girða fyrir skaða af óheftum innflutningi fram- andi lífvera sem valda sannanlegu tjóni á gróðurþekju landsins og rýra burðargetu hennar í þágu þjóðar- innar. Ljóst er að stafafura og sitka- greni eru nytjaplöntur og flokkast ekki sem illgresi, amatré, eða lok og ekki heldur sem villibarr og fram- andi ágengar tegundir sem valdi hér tjóni. Enn síður eiga slík uppnefni við um þróttmikil staðbrigði og yrki af íslensku birki. Þorsteinn Tómasson Höfundur er erfðavistfræðingur að mennt og hefur m.a. unnið að kynbótum birkis í frístundum. Illa farið birki í Eyjafirði eftir árás kembu á miðju sumri 2021. Kemba og þéla eru ekki skráðar á lista yfir ágengar framandi tegundir á Íslandi. Hverju sætir? Myndir/ Sigurður Arnarson Brúnt hengibirki í Eyjafirði eftir árás kembu á miðju sumri 2021. Tréð deyr líklegast ef slík árás endurtekur sig tvö til þrjú ár í röð. Mynd/ Sigurður Arnarson Mynd af kembu sem hugar að varpi á birki. Til lítils að rækta birki hvort heldur það er með rétt vegabréf eða ekki nema beitt verði lífrænum vörnum. Mynd/ Brynja Hrafnkelsdóttir VANDAMÁL Í ELDSNEYTI?? Dísel bætiefnið frá eyðir öllum raka í eldsneytiskerfum, hreinsar spíssa og kemur því í veg fyrir sveppamyndun. Það geta því sparast töluverðir fjármunir með því að nota DIESEL SYSTEM CLEAN Motul á Íslandi - www.motulisland.is - sími 462-4600
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.