Bændablaðið - 24.02.2022, Blaðsíða 6

Bændablaðið - 24.02.2022, Blaðsíða 6
Bændablaðið | Fimmtudagur 24. febrúar 20226 Í þessari viku var lögð fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar á framkvæmd toll- eftirlits á innflutningi landbúnaðarvara sem Alþingi hafði í desember 2020 óskað eftir að yrði framkvæmd. Það er athyglisvert að lesa sem þar kemur fram hvernig framkvæmd er á eftirliti á innflutningi landbúnaðavara. Það styrkir okkur í þeirri umræðu að eftirliti er verulega ábótavant bæði á tæknilegum forsendum og ekki síður að mannafla skattsins til að fylgjast með hvað kemur inn í landið er verulega ábótavant. Pottur brotinn Við í landbúnaðargeiranum höfum ítrekað bent á að pottur sé brotinn í framkvæmd þessara mála og ekki síður fyrir þær sakir að samanburður á útflutningstölum ESB og innflutningstölum Hagstofunnar fer ekki saman. Í úttektinni er hins vegar ekki farið í þann samanburð heldur vísað til nefndar sem fjármálaráðherra skipaði og er ætlað að skila þeim samanburði og ástæðum frávika. Það er afar mikilvægt fyrir okkur sem störfum í landbúnaði að fá niðurstöður af þeirri vinnu sem fyrst svo við getum áttað okkur á hvað raunverulega er verið að flytja inn af landbúnaðarvörum. Nýleg dómaframkvæmd hefur einnig styrkt okkur í þeim málflutningi að það er ýmislegt sem verið er að flytja inn sem jafnvel er skilgreint sem eitthvað annað í tollskýrslum en landbúnaðarvörur. Hér er ríkissjóður að verða af umtalsverðum fjármunum. Starfsumhverfi landbúnaðar verður að vera skýrt svo við sem framleiðendur getum gert okkar áætlanir um framleiðslumagn til lengri tíma. Með þessum orðum hvet ég ríkisvaldið til að taka úttekt Ríkisendurskoðunar alvarlega þar sem hagsmunir frumframleiðanda eru gríðarlega miklir og krafa um að leikreglur séu skýrar og farið sé eftir þeim í einu og öllu. Endurskoðun á samningum við Evrópusambandið Eins og fram hefur komið þá hefur ráðherra utanríkismála óskað eftir endurskoðun á samningum við Evrópusambandið um málefni landbúnaðarins. En eins og ítrekað hefur komið fram þá hallar verulega á íslenska framleiðslu. Tollkvótar sem úthlutað er á hverju ári eru u.þ.b. 20% af landbúnaðarvörum sem við neytum á ársgrunni. Norðmenn eru einnig utan ESB og eru með 9% landbúnaðarafurða í tollkvótum frá Evrópusambandinu. Ég vil hvetja núverandi ráðherra utanríkis mála og matvælaráðherra að horfa til þessara hlutfalla. Þetta eiga að vera samningsmarkmið okkar að hlutfallið á Íslandi verði, að lágmarki, sambærilegt og í Noregi. Þing búgreinadeilda Búgreinaþing Bændasamtakanna verður haldið dagana 3. og 4. mars næstkomandi þar sem búgreinadeildir munu koma saman og ráða ráðum sínum og leggja áherslur á málefni viðkomandi búgreina til næstu ára. Mikil vinna hefur farið fram í undirbúningi þessara funda svo sem kosning fulltrúa inn á þingið og ekki síður undirbúningur að þeim málum sem lögð verða fram til umræðu. Eitt af þeim málum er stefnumörkun Bændasamtakanna til næstu ára, það er mikilvægt að stjórn fái umræður og áherslur í málefnum landbúnaðarins hvert skal haldið á komandi árum. Ég vil enn og aftur þakka starfsfólki samtakanna og formönnum búgreinadeilda fyrir undirbúning að þessu þingi, sjáumst hress og kát á komandi búgreinaþingi. Bændablaðið kemur út 24 sinnum á ári. Því er dreift ókeypis á yfir 400 stöðum á landinu og á öll lögbýli landsins. Lesendur geta einnig gerst áskrifendur að blaðinu og fengið það sent heim í pósti gegn greiðslu burðargjalds. Árgangurinn (24. tölublöð) kostar þá kr. 12.200 með vsk. (innheimt í tvennu lagi). Ársáskrift fyrir eldri borgara og öryrkja kostar 8.000 með vsk. Heimilisfang: Bændablaðið, Bændahöll við Hagatorg, 107 Reykjavík. Sími: 563 0300 – Fax: 562 3058 – Kt: 631294–2279 Bændablaðið er í eigu Bændasamtaka Íslands. − Málgagn bænda og landsbyggðar − SKOÐUN Húsnæðismarkaðurinn á Íslandi, og þá sérstaklega á höfuðborgarsvæðinu, er kominn í algjört öngstræti og kallar á tafarlausar aðgerðir stjórnvalda. Það eru svo sem ekki ný sannindi að fasteignamarkaðurinn fari úr böndum, en nú er staðan bara orðin algjörlega óviðunandi og ófyrirgefanlegt ef stjórnvöld grípa ekki þegar í stað inn í og höggva á hnútinn. Styrkir og stuðningur með peninga­ útlátum til kaupenda fasteigna leysir þó ekki þennan vanda, slíkt er fullreynt. Allar tilraunir til að laga stöðu fasteignakaupenda og sérstaklega þeirra sem eru að kaupa í fyrsta sinn og hafa ekki úr miklu að spila, hafa að mestu mistekist. Aðstoð í gegnum skattakerfið, vaxtabótakerfi og annað hefur iðulega verið snarlega rænt af fólki með hækkuðu fasteignaverði. Sama á við um leigumarkaðinn. Leigan hækkar strax sem nemur stuðningi og rúmlega það. Hækkun fasteignaverðs hefur ótvíræð áhrif á hækkun neysluvísutölu og þar með talið verðbólgu með tilheyrandi keðjuverkunaráhrifum. Hlutverk Seðlabanka Íslands er m.a. að reyna að hafa áhrif á eftirspurnarhliðina með stýrivaxtaákvörðunum sínum. Reynt er að slá á þenslu með hækkun stýrivaxta. Gallinn er bara sá að aldrei hafa jafn fáar fasteignir verið í boði á markaði og nú. Hækkun stýrivaxta til að hemja íbúðakaup og verðbólgu virkar því miður ekki við þessar aðstæður, hvað sem okkar ágætu sérfræðingarnir segja. Nú virðist algjört úrræðaleysi ríkjandi um hvað skuli gera, en samt mætti ætla að lausnin sé nokkuð augljós, þ.e. að auka framboð ódýrara húsnæðis á markaði. Áætlað er að íbúðaskorturinn nemi þúsundum íbúða á ári. Spurningin er því hvort menn ætli bara að halda áfram að standa aðgerðarlausir og klóra sér í höfðinu í stað þess að leita lausna sem virka? Það er hægt að fjölga íbúðum á markaði á skjótan hátt með einfaldri lagasetningu sem miðar að því að koma í veg fyrir brask með íbúðarhúsnæði fólks. Með því yrði losað um mikinn fjölda íbúða sem eru bundnar í þessu fjárhagslega spilavíti. Fólk hlýtur þá að spyrja sig hverjir hafi helst hagsmuni af því að koma í veg fyrir slíka lagasetningu. Þau hagsmunaöfl verða þá að koma fram og færa rök fyrir því að halda áfram því stjórnleysi sem ríkir á markaðnum. Þar dugar ekki einungis að vísa í heilagleika viðskiptafrelsis og eignarréttar. Viðskiptafrelsið og eignarrétturinn eru nefnilega einskis virði ef ekkert samfélag almennings er þar á bak við. Varla mælir nokkur maður gegn því að samfélagsleg ábyrgð vegi þyngra í því samhengi en einkahagsmunir. Allavega ef við ætlum á annað borð að reka ábyrgt samfélag manna á Íslandi, ekki þrælabúðir í þágu stóreignamanna. • Af hverju er ekki strax gripið til lagasetningar til að koma böndum á brask með íbúðir? • Af hverju eru ekki strax sett lög sem takmarka fjölda íbúða í eigu eignar­ halds félaga sem ekki eru rekin á félags­ legum grunni? • Af hverju eru ekki strax sett lög sem takmarka eign einstaklinga á fjölda íbúða sem ekki eru til eigin nota? • Af hverju eru ekki strax sett lög um hámarksgjald fyrir leigu á íbúðum sem gæti miðast við hlutfall af endur­ stofnverði viðkomandi íbúðar miðað við t.d. 40 til 60 ára afskriftartíma? • Hvers vegna krefjast verkalýðsfélög þess ekki að strax verði sett lög í þessa veru? • Er virkilega einhver glóra í því fyrir íslenskt samfélag að halda núverandi endaleysu áfram? /HKr. Herðubreið og nær er Arnardalsalda. Herðubreið er 1686 metra hátt móbergsfjall norðan Vatnajökuls innan Vatnajökulsþjóðgarðs. Hún er í Ódáðahrauni og er oft nefnd „Drottning íslenskra fjalla“ vegna þess hve mörgum finnst hún formfögur. Fjallið myndaðist við eldgos undir jökli. Herðubreið var valin þjóðarfjall Íslendinga í kosningu árið 2002. Mynd / Hörður Kristjánsson Gunnar Þorgeirsson formaður Bændasamtaka Íslands gunnar@bondi.is ÍSLAND ER LAND ÞITT Ritstjóri: Hörður Kristjánsson (ábm.) hk@bondi.is – Sími: 563 0339 – Blaðamenn: Guðrún Hulda Pálsdóttir gudrunhulda@bondi.is – Margrét Þóra Þórsdóttir mth@bondi.is – Sigrún Pétursdóttir sigrunpeturs@bondi.is – Sigurður Már Harðarson smh@bondi.is – Vilmundur Hansen vilmundur@bondi.is Auglýsingastjóri: Þórdís Una Gunnarsdóttir thordis@bondi.is – Sími: 563 0303 Netfang auglýsinga: augl@bondi.is − Sími smáauglýsinga: 563 0300 – Vefur blaðsins: www.bbl.is − Netfang blaðsins: (fréttir og annað efni) er bbl@bondi.is Frágangur fyrir prentun: Sigrún Pétursdóttir – Prentun: Landsprent ehf. – Upplag: sjá forsíðu – Dreifing: Landsprent og Íslandspóstur. ISSN 1025-5621 Samfélagssóðaskapur Tollaeftirlit
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.