Bændablaðið - 24.02.2022, Blaðsíða 39

Bændablaðið - 24.02.2022, Blaðsíða 39
Bændablaðið | Fimmtudagur 24. febrúar 2022 39 Þriðjungur Banda- ríkjamanna er í samvinnufélögum Það kemur mörgum svolít- ið á óvart en staðreynd er það samt að samvinnuhreyfingin er í hvað mestum vexti í Bandaríkjunum. Þriðjungur Bandaríkjamanna er félagi í samvinnufélögum og fé- lögin eru um 65 þúsund af fjöl- breyttasta tagi. Í Afríku og Asíu er samvinnuhreyfing í örum vexti og víða í Evrópu stendur hún traustum fótum. FIMMTUDAGUR 17. FEBRÚAR 2022 SAMVINNUHREYFINGIN 140 ÁRA 7 „Í grunninn er Kaupfélag Vestur- Húnvetninga gamaldags kaupfélag sem sinnir fyrst og fremst verlsun og viðskiptum á sínu starfsvæði“, segir Björn Líndal Traustason kaupfélags- stjóri, sem tók við stjórninni í þessu 113 ára félagi fyrir rúmu ári síðan. „Kaupfélagið hefur trausta fjárhags- stöðu og hefur lengst af verið stýrt af öryggi.“ Hann lítur á reksturinn sem hreint samfélagslegt verkefni. Markmiðið sé ekki að græða þótt reksturinn þurfi að ganga upp, heldur að starfa að verkefnum sem koma samfélaginu til góða. Og samvinnufélagsformið hentar ágætlega að mati Björns Líndals. Uppsveifla á Hvammstanga Kaupfélagið hefur eftir mætti beitt sér í þágu samfélagsins. Félagið hefur til dæmis staðið fyrir útgerð og rak sláturhús í áratugi, stóð fyrir stofnun bakarís og ýmiskonar annarri starf- semi. Nú á Kaupfélagið 50% hlut í Slturhúsı́KVH ehf. á móti KS. Félag- ið hefur auk þess með höndum vöru- afgreiðslu fyrir Vörumiðlun. Auk þess leigir KVH út húsnæði til Fæð- ingarorlofssjóðs, Selaseturs, Vín- búðar og hins rómaða veitingastaðar Sjávarborgar. Starfsemi þessara aðila hefur reynst vítamínsprauta á Hvammstanga, þangað hafa flust verkefni og vel menntað starfsfólk. „Hér er yfir fjallvegi að fara ætli fólk sér að eiga viðskipti við stórar verslunarkeðjur. Það skiptir því miklu að hafa verslun á svæðinu og það er í uppsveiflu á okkar mæli- kvarða. Við þurfum að sinna þörfum íbúa Húnaþings vestra með dagvörur, rekstrarvörur og ýmislegt annað. Það má segja að þetta endurspeglist hjá okkur í því að kjörbúðin er líka með föt, leikföng, skó og búsáhöld og annað slíkt, byggingarvöruverslunin með sportvörur og heimilistæki og búvöruverslunin ekki bara með bú- vörur heldur líka timbur og hverslags byggingarefni til dæmis.“ KVH gæti látið að sér kveða Í Kaupfélagi Vestur-Hunvetninga eru 383 félagsmenn í sex deildum sem flestar bera gömlu hreppa nöfnin Fremri-Torfastaðahreppsdeild, Ytri- Torfastaðahreppsdeild, Þverár- og Kirkjuhvammshreppadeild og Þor- kelshólshreppsdeild auk Hrútafjarð- ardeildar og Hvammstangadeildar. Björn Líndal, sem áður stjórnaði Sparisjóði Strandamanna og stýrði Samtökum sveitarfélaga á Norður- landi vestra, segir að framtíðarmögu- leikar KVH kunni að felast í stækkun viðskiptasvæðisins. „Kaupfélagið er með góða eiginfjárstöðu og gæti látið að sér kveða við frekari uppbyggingu atvinnutækifæra á svæðinu.“ Kaupfélagið starfar í þágu samfélagsins Björn Líndal Traustason: Það skiptir miklu að hafa verslun á staðnum. Í KVH eru 383 félagsmenn í sex deildum sem flestar bera gömlu hreppanöfnin „Framtíðarmöguleikar KVH gætu falist í stækk- un félagssvæðisins.“ Höfuð- stöðvar KVH á Hvamms- tanga. Kaupfélag Borgfirðinga er í dag versl- unarfyrirtæki, sem rekur búrekstr- ardeild og er hluthafi í Samkaupum ásamt því að vera eignarhaldsfélag um fasteignir félagsins. Búrekstrardeildin hefur vaxið og dafnað undanfarin misseri, þó svo að bændum fækki og stóru búin kaupi í vaxandi mæli beint frá þjónustuaðilum. „Fólk veit nú orð- ið hvað KB stendur fyrir og í gegnum netverslunina og auglýsingar á sem höfða til bænda hefur okkur tekist að skapa kaupfélaginu sérstöðu. Fólk hefur gaman af því að koma inn í verslunina sem er oft lýst sem gam- aldags kaupfélagi þar sem úrvalið kemur skemmtilega á óvart,“ segir Margrét Katrín Guðnadóttir, sem byrjaði hjá KB árið 2008 sem versl- unarstjóri og hefur verið kaupfélags- stjóri síðan 2019. Dýralæknir í kaupfélagsrekstri „Það var alls ekki ætlunin að fara inn á þessa braut,“ segir Margrét Katrín. „Fjölskylduaðstæðurnar voru þannig árið 2008 að það var gott að hafa fasta vinnu. Svo gekk þetta bara vel og var mun skemmtilegra og fjöl- breyttara en ég átti von á. Þegar ofan á bættist að dýralæknirnn fékk bæði dýra- og frjókornaofnæmi þá var skyn- samlegra að hörfa úr sveitastarfinu. Verslunarstjórastarfið vakti svo áhuga minn á því að bæta við rekstrarþekk- ingu og því fór ég í MBA-nám sem ég lauk árið 2018. Samhliða kaupfélags- stjórastarfinu rekur Margrét litla dýra- læknastofu í Borgarnesi enda eru dýralæknar til margs nytsamlegir eins og dæmin sanna.“ Þegar skammt var liðið af þessari öld sameinaði KB verslunarrekstur, í matvöru, rekstri Samkaupa. Nú er 10,4% eignarhlutur KB í Samkaupum ein stærsta og arðsamasta eign KB í dag Ein Nettóverslun er rekin í Borg- arnesi en Samkaup rekur 65 verslanir á landsvísu. Búrekstr- ardeildin og skrifstofur KB eru í eigin húsnæði í Borg- arnesi, en félagið á einnig húsnæði Húsasmiðjunnar í Borgarnesi og Krambúð- arinnar á Akranesi. Borg- arland ehf. sem er í eigu KB, á um 80% af Hyrnutorgi við Borgarbraut og svo Digra- nesgötu 4 sem byggt var á árunum 2018-2019 fyrir veit- ingarekstur Gengið á ýmsu í Covid „Ætlunin var að grípa rútutraffík- ina og byggja upp fyrsta flokks að- stöðu fyrir stutt stopp. Food Station varð til og hefur gengið á ýmsu vegna Covid-19-faraldursins en nú hefur reksturinn verið leigður út enda veit- ingarekstur ekki kjarnastarfsemi KB lengur. Ísbúðin Huppa er einnig rekin í húsnæðinu. Allt er til reiðu fyrir næstu uppsveiflu í ferðaþjónustunni. Þá eru uppi áform um þemagarð á vegum Latabæjar á lóð sem er laus við hliðina og hefur verið eyrnamerkt þessu verkefni. Verið er að kynna þessi spenn- andi áform og leita eftir fjárfestum.“ Búrekstrardeild KB hefur aukið vöruúrval sitt til muna, lagt áherslu á ráðgjöf við við- skiptavini og opnað net- verslun sem sendir vítt og breitt um landið. Kálfa- fóður, skrúfur og fuglahús, fatnaður, gæludýravörur, veiðivörur, verkfæri og leikföng sem tengjast landbúnaði eru nokkur dæmi um úrvalið hjá KB sem kemur mörgum á óvart. Á daglegu máli bænda „Við auglýsum á bændamáli í sam- lesnum auglýsingum á RÚV og reyn- um að finna kjarngóð íslensk orð og orð sem að teljast sjaldgæf í daglegu tali almennings,“ segir Margrét Katr- ín, „og hikum ekki við auglýsa burð- arslím, útvíkkunarstíla, amboð og hálfvita, svo eitthvað sé nefnt. Þessi orð eru ekki á hvers manns vörum þótt þau séu í daglegu máli bænda, en þau skapa okkur sérstöðu.“ Fyrir þá sem ekki vita eru amboð handverkfæri og hálfviti í máli bænda mun vera blikkandi ljós á vinnuvél. Í dag er staða KB góð þótt Covid- tímabilið hafi reynt á og framtíðin er björt fyrir Kaupfélag Borgfirðinga í Borgarnesi sem er á vaxtarsvæði og ýmis tækifæri í sjónmáli. „Það má að sjálfsögðu hafa áhyggj- ur af stöðu bænda í dag með þeim hækkunum sem liggja fyrir á rekstr- arvörum bænda og þeirri samþjöppun sem að er að eiga sér stað til sveita. Þátttaka á félagsfundum deilda mætti líka vera betri, líkt og í öðru fé- lagsstarfi á Íslandi,“ segir Margrét Katrín. „Á hinn bóginn er aðalfundur KB jafnan vel sóttur af fulltrúum allra 15 deilda kaupfélagsins, þar sem stefna félagsins er mótuð og stjórn þess kjörin. Félagið var stofnað árið 1904 Félagsmenn eru nú 1854 og njóta þeir m.a. afsláttarkjara í Sam- kaupum og í búrekstrardeildinni.“ Tekist hefur að skapa KB sérstöðu í vöruúrvali Mynd/GunnhildurLind Merki Kaupfélags Borgfirðinga Aðalfundur KB er jafnan vel sóttur af fulltrúum allra 15 deilda kaupfélagsins „Við hikum ekki við að auglýsa amboð og hálf- vita“, segir Margrét Katrín Guðnadóttir, kaupfélagsstjóri KB. Margrét Katrín Guðna- dóttir: Framtíðin er björt fyrir Kaupfélag Borgfirð- inga í Borgarnesi sem er á vaxtarsvæði og ýmis tækifæri í sjónmáli. Euro Coop er öflugasta smá- söluafl Evrópu þar sem sam- vinnuhreyf- ingar í 20 Evrópulöndum koma saman. Innan vébanda þess eru 7 þúsund samvinnufyritæki, 94 þúsund sölustaðir, 750 þúsund starfsmenn, 30 milljónir félags- manna. Samanlögð ársvelta innan Euro Coop er um 10 þús- und milljarðar króna. Euro-Coop sterkast í Evrópu Samvinnuhreyf- ingin á alþjóða- vettvangi er miklu sterkari en fólk almennt gerir sér grein fyrir á Íslandi. Þetta á við bæði um verslunar- og þjón- usturekstur sem og ýmiskon- ar framleiðslu- og starfs- mannafélög. Á heimsvísu eru um 3 milljónir virkra sam- vinnufélaga með um milljarð félagsmanna. Flest eru þau í Asíulöndum þar sem sam- vinnuformið er mjög algengt í stóru sem smáu. Í þremur Evrópulöndum, Hollandi, Frakklandi og Finnlandi, er hlutur samvinnuhreyfingar- innar í vergri landsfram- leiðslu milli 10 og 20%. Hið sama gildir á Nýja-Sjálandi. 3 milljónir virkra samvinnufélaga í heiminum 24
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.