Bændablaðið - 24.02.2022, Blaðsíða 40

Bændablaðið - 24.02.2022, Blaðsíða 40
Bændablaðið | Fimmtudagur 24. febrúar 202240 8 SAMVINNUHREYFINGIN 140 ÁRA FIMMTUDAGUR 17. FEBRÚAR 2022 „Kaupfélagið gerir það að verkum að kvótinn fer aldrei frá Fáskrúðsfirði,“ segir Friðrik Mar Guðmundsson, kaupfélagsstjóri og framkvæmdastjóri Loðnuvinnslunnar hf. Hann kom til núverandi starfa fyrir rúmum átta ár- um en var áður meðal annars hjá Tanga á Vopnafirði enda Austfirð- ingur. Viðbótarkvóti fyrir 12 milljarða „Ég tók við góðu búi og velgengni undanfarandi ára hefur komið sam- félaginu og fyrirtækinu til góða. Hagnaður eftir skatta hefur numið tæpum 10 milljörðum króna á jafn- mörgum árum, fjármunamyndun eða það sem reksturinn hefur búið til af fjármunum á þessum tíma nemur tæpum 14 milljörðum, fjárfest hefur verið fyrir 18 milljarða króna á tíma- bilinu og þar af hefur Loðnuvinnslan keypt veiðiheimildir fyrir um 12 millj- arða króna. Viðbótarkvótinn hefur það í för með sér að sjómenn okkar og fiskvinnslufólk skortir ekki verk- efni. Og samfélagið nýtur góðs af, til dæmis með því að á þessum átta ár- um hefur 230 milljónum króna verið veitt til félagasamtaka á Fáskrúðs- firði.“ Loðnuvinnslan er meira en nafnið gefur til kynna. Fyrirtækið rekur í dag tvö tæknivædd frystihús, annað fyrir bolfisk og hitt fyrir uppsjávar- fisk, fiskimjölsverksmiðju og síldar- vinnslu. „Við erum þeir einu sem salta síld nú til dags,“ segir Friðrik Mar. Um hráefnisöflun sjá uppsjávar- skipið Hoffell, ísfiskstogarinn Ljósa- fell og línubátarnir Hafrafell og Sand- fell. „Það fellur aldrei dagur úr vinnslunni.“ Loðnuvinnslan rekur einnig frysti- og kæligeymslu á viðlegukanti og rúmar hún um 10 þúsund tonn af af- urðum, svo og véla-, rafmagns- og trésmíðaverkstæði. Þá kaupir fyrir- tækið mikið hráefni af erlendum skipum svo sem loðnu og kolmunna til vinnslu og bræðslu. Vaxandi samfélag „Fáskrúðsfjörður er vaxandi sam- félag,“ segir Friðrik Mar. „Hér var fæst um 650 manns kringum hrunið 2008 en hefur fjölgað í 750 íbúa. Það er verið að byggja íbúðarhús sem er góðs viti. En við skulum ekki gleyma því að svæðið nýtur einnig góðs af starfsemi álversins á Reyðarfirði. Hjá Loðnuvinnslunni hf. vinna 150-170 manns að jafnaði og þar er um að ræða afar gott fólk til sjós og lands með mikla sérþekkingu. Kaupfélagið er bakhjarlinn í þessu með 350 félags- menn – helming íbúa. Það starfar sem eignarhaldsfélag með 83% af hlutafé í Loðnuvinnslunni. Heima- menn hafa því bæði tögl og hagldir í fyrirtækinu gegnum kaupfélagið sem lýtur lýðræðislegri stjórn.“ Skýr stefna hjá kaupfélaginu Kaupfélag Fáskrúðsfirðinga var stofnað 1933 og var í fjölþættum rekstri. Það hóf útgerð og fiskvinnslu árið 1953 og átti drjúgan hlut í fiski- mjölsverksmiðju Loðnuvinnslunnar hf. sem rekin var á Fáskrúðsfirði á ár- unum 1994 til 2001. Um síðustu aldamót var ákveðið að sameina sjávarútvegsrekstur kaupfélagsins og Loðnuvinnslunnar undir nafni hennar. „Stefnan er skýr hjá Kaupfélaginu. Hún felst í því að halda áfram með tæknivæðingu vinnslunnar og hagræð- ingu í húsnæði Loðnuvinnslunnar. Til- gangurinn er að stuðla að öflugu at- vinnulífi á Fáskrúðsfirði og tryggja heimafólki ásættanleg búsetuskilyrði. Að öllu jöfnu höfum við ástæðu til þess að líta með bjartsýni fram á veg- inn,“ eru lokaorð kaupfélgsstjórans sem jafnframt er framkvæmdastjóri Loðnuvinnslunnar. Loðnuvinnslan hefur keypt veiðiheimildir og styrkt stöðu bæjarfélagsins Kvótinn fer ekkert frá Fáskrúðsfirði Mynd/ Eðvarð Þór GrétarssonMynd/Friðrik Mar Mynd/Friðrik MarMynd/Morgunblaðið Helmingur íbúa er í kaupfélaginu sem hefur bæði tögl og hagldir í Loðnuvinnslunni hf. Hoffell SU-80 siglir nýklassað inn Fáskrúðsfjörð. Við höfnina í Fáskrúðsfirði er mikið líf þegar fjöldi norskra skipa bíður löndunar eins og nú í febrúar. Friðrik Mar Guðmundsson, kaupfélags- stjóri KFFB, á athafnasvæði Loðnu- vinnslunnar hf. sem hann stýrir einnig. Verið að frysta loðnu 14. febrúar sl. í nýrri uppsjávarvinnslu Loðnuvinnslunar þar sem vélarnar vinna flest verk. Samvinnufélög framleiðenda eru flest sprottin upp úr mjólkur-, kjöt- og vínframleiðslu. Kaupfélög neytenda eiga rætur hjá vefurunum í Rochdale skammt frá Manchester á Englandi sem stofnuðu slíkt félag 1844 og mót- uðu samvinnureglurnar. Gagnkvæm samvinnufélög þar sem neytandinn og framleiðandinn vinna saman eru meðal annars tryggingafélög af ýmsu tagi og for- eldrafélög um barnagæslu og leik- skólarekstur. Samvinnufélög starfsmanna eru vaxandi geiri eins og Mondragon- samstæðan á Spáni ber vott um. Þetta form er einnig mjög vinsælt meðal fólks í menningarstarfsemi og skapandi greinum. Það á sér einnig gamlar rætur eins og John Lewis Partnership í Bretlandi ber með sér, en sú samstæða er 100 ára og er hún í eigu 80 þúsund starfsmanna. Samvinnurekstur um félagsleg úrræði er mjög algengur og snýst um að virkja fólk til þátt- töku í samfélagi og atvinnulífi, t.d. með „vernduðum“ vinnustöðum eða hæfingarstarfsemi. Orkusamvinnufélög eru mörg í Þýskalandi, sem eiginlega er vagga þeirra, og einnig í Hollandi og Danmörku. Þar tekur fólk sig saman um að virkja fyrir sitt svæði eða raforkunetið, t.d. með vind- myllugörðum eða smávirkjunum af öðru tagi. Samvinnufélög eru af ýmsum toga Mynd/Nicholas-Doherty Ekki er óalgengt að vind- myllugarðar séu reknir sem samvinnufélög. 24 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.