Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.2020, Síða 8
8 – Sjómannablaðið Víkingur
Berlin NC 105, skipi sem er 81 m. langt
og 16 m. breitt knúið 3600 kW aðalvél.
Við aðalvélina er 2200 kW rafali og við
ljósavélina 1800 kW rafali. Samanlagt
getum við því framleitt um borð 4000
kW eða 4 MW sem mundi trúlega geta
séð um 2000 manna sveitarfélagi á Ís-
landi fyrir raforku. Ég held að almenn-
ingur geri sér ekki grein fyrir því hvað
þessi skip eru orðin fullkomin og afkasta-
mikil. Að jafnaði erum við að nota tæpt
1 MW en topparnir hjá okkur, þegar við
erum til dæmis að taka trollið geta nálg-
ast 2 MW
Við erum tveir skipstjórar á skipinu og
erum til skiptis um borð, ég og nafni
minn Sigurður Hörður Kristjánsson. Yfir-
vélstjórar eru sömuleiðis tveir, og skiptast
á um að vera um borð, þeir Kristófer
Kristjánsson og Sigurpáll Hjörvar Árna-
son. Þrátt fyrir að Baldvin NC-100 hafi
verið og sé mjög gott skip, í alla staði, þá
voru umskiptin miklu meiri en ég bjóst
við. Allur aðbúnaður um borð í Berlin er
mjög góður og sambærilegur á við það
sem var um borð í Baldvin. Vegna stærð-
arinnar, er skipið mun betra í sjó að
leggja sem þýðir að hægt er að vera að í
verri veðrum þar sem vinnuaðstaða
áhafnarinnar er mun betri og sömuleiðis
aðbúnaðurinn því ef skipin láta illa í sjó
þá hvílist áhöfnin illa og allt verður ön-
ugt og leiðinlegt.
Á þessu skipi er allt sem tilheyrir afl-
anum hirt og unnin úr því verðmæti.
Hausar, dálkar og annar úrgangur sem fór
aftur í sjóinn á Baldvini fer í bræðsluna
um borð í Berlin. Brúin er full af nýjustu
tækjum bæði til staðsetninga og fiskileit-
ar. Ekki viss um að það sé í sjálfu sér um
mikið af nýjum upplýsingum að ræða aft-
ur á móti eru þær settar fram á aðgengi-
legri hátt en áður var.
Allur vélbúnaður, bæði í vél og á milli-
dekki, er sömuleiðis mjög fullkominn en
þarf engu að síður sitt eftirlit og við-
hald. Segja má að vélarúmið í nýjustu
skipunum sé orðið allt skipið og ekki
síst vinnsludekkið en þar gegna vél-
stjórarnir lykilhlutverki í því að tryggja
að allt gangi snurðulaust fyrir sig. Í fyrstu
túrunum á Berlin var, eins og gengur
með nýtt skip, um nokkra byrjunarörð-
ugleika að ræða sem vélstjórunum tókst
að leysa án þess að til vandræða kæmi.
Þeir stóðu sig virkilega vel sem segir okk-
ur að íslenska vélstjóranámið er mjög
gott. Rétt að geta þess hér að á sambæri-
legum þýskum skipum þar sem eru þýsk-
ir vélstjórar er alltaf rafvirki um borð.
Þess þurfum við ekki með ef vélstjórarnir
eru íslenskir, þeir eru mjög færir í öllu
sem lýtur að rafmagni um borð sem er
nú ekkert smáræði.
Úr matsalnum. Hér er aðstaðan eins og best verður á kosið. Takið eftir því hve gluggarnir eru stórir.
Skipstjórarnir og yfirvélstjórarnir, Sigurður Óli Kristjánsson, Kristófer Kristjánsson, Sigurpáll Hjörvar
Árnason og Sigurður Hörður Kristjánsson. Yfirvélstjórarnir fyrir miðju og skipstjórarnir til hvorrar handar.
Guðmundur Fannar Þórðarson, 1. vélstjóri, og fjær, Sigurpáll Hjörvar Árnason yfirvélstjóri.