Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.2020, Qupperneq 12

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.2020, Qupperneq 12
þegar ég var að byrja sem skipstjóri. Þú sagðir að túrarnir tæku svona 45-55 daga, hvernig skiptist túrinn á milli veiða og stíma að og frá miðum? – Stímin eru um 20% en veiðar um 80% Að loknum hverjum túr áttu sam- bærilegt frí í landi. Hvað gerirðu þá? – Við hjónin eigum 4 börn og 6 barna- börn, eins og áður hefur komið fram, sem ég reyni að sinna eins vel og ég get. Svo á ég trillu, sóma 800, Ósk EA-17, sem ég leik mér á svona inn á milli, fer gjarnan með barnabörnin á sjóstöng eða í hvalaskoðun sem þau hafa mikið gaman að. Á um 8 tonna kvóta sem ég veiði með handfærum, síðan hef ég stundað strand- veiðarnar ögn, landaði til dæmis á liðnu ári 20 sinnum og núna þann 14. mars er ég að fara heim til þess meðal annars að stússast í trillunni. Tók úr henni vélina áður en ég fór út og ætla þegar ég kem heim að mála vélarúmið og gera fínt áður en ég set vélina aftur niður. Nú síðan tek ég nú alltaf að minnsta kosti tvisvar á dag rúnt á bryggjuna til þess að spjalla við karlana sem þar eru að stússast í trillunum sínum, fá frá þeim fréttir af aflabrögðum og síðan, sem er nú ekki það þýðingarminnsta, að skiptast á skoðunum við þá um lífið og tilveruna en á því sviði eru endalaus óleyst mál eins og allir vita. „Verðlagið 50% lægra“ Á árinu 2017 fórum við hjónin til Torre- vieja á Spáni til þess að skoða þar íbúðir sem voru þá til sölu. Í upphafi ferðar ætluðum við bara að skoða en ekki að kaupa. Lyktirnar urðu samt þær að við skrifuðum undir kaup á íbúð sem við fengum afhenta á liðnu ári. Um er að ræða um 90 m² íbúð í Sol Park sem er íbúðaþyrping hér á Torrevieja svæðinu. Íbúðinni fylgir jafnstór þakflötur hússins, svokallað solarium, þar sem við erum með sólbaðsaðstöðu, sólbekki, hornsófa og borð að ógleymdum heitum potti. Íbúðinni fylgir stæði í bílageymslu ásamt geymslu þar og aðgengi að sund- laug. Nú af sjálfu leiðir að konan mín er hér oftar en ég en ég reyni að dvelja hér sem mest í frítúrunum. Við kunnum mjög vel við okkur hérna, mesta breytingin er veðrið, alltaf nánast logn og hitinn kvölds og morgna til dæmis núna í febrúar um og yfir 12°C og um miðjan daginn um 20°C. Við er- um mikið meira úti við hér en heima, ég hjóla mikið, heima á maður það undir Guði og lukkunni hvort maður kemst aftur heim leggi maður í að fara í göngu- túr á þessum tíma árs. Síðan er það verð- lagið sem er a.m.k. 50% lægra hér en heima. Hér eru þau hjónin, Siggi og Dana, á þakinu á íbúðinni sinni í Sol Park 160 á Spáni. Sundlaugin í baksýn. sendir félögum sínum og fjölskyldum þeirra bestu kveðjur og hamingjuóskir í tilefni Sjómannadagsins.Félag skipstjórnarmanna 12 – Sjómannablaðið Víkingur
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.