Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.2020, Page 24
24 – Sjómannablaðið Víkingur
Höfðu þeir einskis orðið vísari um afdrif
skipanna, en alls hafði verið leitað á um
18 þúsund fermílna svæði. Þriðja leitin
og hin síðasta var hafin fjórum dögum
síðar. Í henni tóku þátt fjórir togarar
ásamt varðskipinu Fyllu. Tveir af tog-
urunum voru íslenskir, Skúli fógeti og
Arinbjörn hersir, en tveir breskir, Ceresio
og James Long. Leitað var að þessu sinni
á miklu stærra svæði en áður, farið allt
norður að hafísbrún og þaðan austur fyr-
ir Horn. Þá var haldið vestur á bóginn og
leitað vestanvert við svæði það, sem tog-
ararnir höfðu áður kannað. Stóð leitin
yfir í tólf daga og var alls farið yfir
svæði, er nam um 60 þúsund fermílum.
Þegar leitinni var hætt, voru leitarskipin
stödd um 300 sjómílur vestur af Reykja-
nesi. Veður var gott alla dagana og
skyggni ágætt. En leitin varð árangurs-
laus.
Í ofviðri því, sem fyrr var getið,
strandaði vélbáturinn Sólveig á Stafnes-
skerjum og létu sex menn þar lífið. Alls
fórust því í ofviðrinu, á fiskimiðum hér
við land, 68 Íslendingar og sex Englend-
ingar. Hátíðleg minningarathöfn var
haldin um sjóslys þetta, í Reykjavík og
Hafnarfirði þann 10. mars. Og um allt
land var hinna föllnu minnst með fimm
mínútna þögn. Sjómannastéttin íslenska
hafði að þessu sinni hlotið reynslu sem
varð henni dýrkeypt en lærdómsrík.
Eigum við að setja „tímavélina“ að-
eins í gang og ímynda okkur fund með 4
mönnum sem sjálfir voru sjónarvottar og
þátttakendur í þeim hildarleik, sem getið
var hér að framan. Þær eru stuttar og
fábrotnar, en gefa þó ofurlitla hugmynd
um það, sem fram fór um borð í skipun-
um, meðan ofviðrið stóð yfir.
Vildu frekar í hafið
Gefum fyrst Snæbirni Stefánssyni (1889-
1951), skipstjóra á b/v Egil Skallagríms-
syni RE 145, orðið en Snæbjörn var
bróðir Eggerts Stefánssonar söngvara og
heimsborgara og Sigvalda Kaldalóns
læknis og tónskálds:
– Við vorum staddir úti á Halamiðum
þegar ofviðrið skall á, síðari hluta laugar-
dagsins 7. febrúar. Stormur hafði verið
talsverður fyrri hluta dagsins, en sjólag
þó sæmilegt. Upp úr hádeginu var hætt
að toga, gengið frá lestaropunum eins og
vant var og veiðarfærin bundin upp. Var
þá sjór tekinn mjög að spillast og veður-
hæðin í hröðum vexti. Skömmu síðar
var komið ofviðri, með ofsaroki af NA.,
blindhríð og stórsjó. Veðurofsinn var svo
mikill, að stíma varð með hálfri ferð
og stundum jafnvel fullri, til þess að
halda í horfinu. Gekk erfiðlega að halda
„dampi“, því að sjór var kominn á „fír-
plássið“ og voru því tveir menn sendir af
þilfarinu kyndurunum til aðstoðar.
Síðari hluta nætur breyttist sjólagið
skyndilega og umhverfðist um allan
helming. Tel ég líklegt, samkvæmt síðari
reynslu, að þá hafi skipið verið komið
inn í straumröstina, sem þarna myndast á
mótum Golfstraumsins og Pólstraumsins.
Ég fékk tækifæri til þess síðar, að sjá með
eigin augum hvernig sjólagi er háttað, þar
sem straumar þessir koma saman. Það
var við önnur og betri veðurskilyrði, í
blíðskaparveðri og ládauðum sjó. En
svo var straumþunginn mikill, þar sem
straumarnir mættust, annar grár að lit, en
hinn blár að lit, að á haffletinum mynd-
aðist hryggur, þar sem þeir runnu hvor
gegn öðrum.
Skömmu eftir að sjólagið breyttist
lenti stórsjór á skipinu og varpaði því á
hliðina, þannig að stjórnpallurinn fór í
kaf bakborðsmegin. Við veltuna kastaðist
allt, sem lauslegt var, út í aðra hlið skips-
ins, kolin, saltið og fiskurinn. Eldar
drápust undir eimkatlinum, því að sjór
flaut inn í eldstæðin og gólfplöturnar á
„fírplássinu“ gengu meira og minna úr
skorðum. Báða björgunarbátana tók fyrir
borð og er það gleggsta dæmi þess, hve
veltan var mikil, að þeir kipptu með sér
bátsuglunum upp úr stýringum sínum á
bátaþilfarinu með beinu átaki, þannig að
ekkert sá á stýringunum.
Skipið lá nú í sjóskorpunni þannig að
sjór flaut upp á brúargluggana. Björg-
unartilraunir voru þegar hafnar og voru
skipverjar á svipstundu komnir hver að
sínu verki. Tengslin voru höggvin af bát-
unum, svo að þeir berðust ekki við skips-
hliðina, kolunum og saltinu var mokað
yfir í kulborða til þess að rétta skipið að
nýju og síðan var farið að ausa, því að
skipið var sem vænta mátti orðið hálffullt
af sjó.
Nokkur árangur var þegar orðinn af
þessu erfiða starfi, þegar brotsjór reið yfir
skipið aftur og varpaði því á nýjan leik á
sömu hliðina og fyrr. Varð því enn að
hefja sama verkið á sama hátt og áður, en
alls var unnið að björgunarstarfinu í 36
klukkustundir samfleytt áður en búið var
að ausa skipið og koma vélinni af stað.
Síðan var lagt af stað til lands. Stýrt var
alla leið í SSA, og reyndist sú stefna vera
beint til Reykjavíkur. Er það greinilegasta
dæmi þess, hve mikið ofviðrið var, að
skipið skyldi, meðan á því stóð, hafa
hrakið svo langt til hafs.
Það er erfitt að skýra frá atburði þess-
um svo að ekki sé að einhverju leyti
minnst þess dugnaðar, sem skipverjar
sýndu, allir án undantekningar, meðan á
björgunarstarfinu stóð. En sem dæmi
þess vil ég aðeins nefna eftirfarandi atvik:
Meðan enn var verið að rétta skipið eftir
áfallið, sem fyrr var nefnt, varð þess vart,
að á einu af lestaropunum, því sem aftast
var á þilfarinu, hafði losnað um ábreið-
una, sem breidd var yfir lestarhlerana.
Hér var sýnilega hætta á ferðum, sem vel
gat orðið afdrifarík fyrir skip og áhöfn, ef
ábreiðan losnaði alveg og hlerarnir færu
af lestaropinu, þannig að sjór flæddi nið-
ur í skipið. Þessari hættu varð að afstýra,
en það var erfitt verk og áhættusamt.
Fárviðrið var í algleymingi, frostharkan
mikil, og hríðin og náttmyrkrið svo að
varla sá út úr augum. Tveir af skipverj-
um buðust þó þegar til að leysa starfið af
Egill Skallagrímsson RE-165. Togarinn lagðist á hliðina og sjór flaut upp á brúarglugga.