Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.2020, Page 34
Fljúgið til Clasgow. Það tekur varla nema tvö augnablik
og er ódýrara en að fljúga til Akureyrar. Í þessari þriðju
stærstu borg Bretlands takið þið stefnuna á Clydeána -
sem þið getið ekki villst á - nema þið séuð algerlega áttavillt
eins og ritstjóri vor er að eðli og upplagi - sem á þó ekki við
um íslenska skipstjórnarmenn, svo mikið er víst.
Eins og allir sannir Íslendingar komið þið úr miðbænum –
þar eru jú best að versla – að ánni og snúið þá snöggt í stjór og
gangið upp með ánni. Í fjarska blasa við há möstur sem göngu-
maðurinn áttar sig ekki almennilega á nema hann hafi kannað
ögn málið áður en hann lagði upp í ferðalagið. Þá veit hann
sem er að fram undan, í hálftíma, kannski þriggja kortera fjar-
lægð, er skip með sögu. Þangað er för okkar heitið.
Stóra skipið
Innan skamms erum við komin um borð – það er gengið hratt í
svölu veðrinu – í seglskútuna Glenlee sem Skotar hafa breytt í
safn og ekki að ástæðulausu. Glenlee er nefnilega eina 19. aldar
skútan sem þeir eiga og sem eitthvað kveður að og byggð var af
heimamönnum í Clasgow. Og hún er sannarlega stór, tæpir 75
metrar á lengd, þriggja mastra og rúmar 2.600 tonn í lest. Það
er því villandi að tala um skútu, seglskip væri réttara.
Glenlee var hleypt af stokkum í desember 1896. Hún var
byggð til vöruflutninga og hafði áður en yfir lauk siglt 15 sinn-
um fyrir hinn alræmda Hornhöfða – Cape Horn – og fjórum
sinnum í kringum jörðina. Lengsta samfellda sigling skipsins
stóð í 1.269 daga, frá því í mars 1916 og þar til í október 1919.
Og þótt 20. öldin væri gengin í garð varð skipsáhöfnin enn að
reiða sig á orku vinds og sjávar til að færa skipið úr stað.
G L E N L E E
Texti og myndir: Jón Hjaltason
- skipið á ánni Clyde
Í fjarska, há möstur Glenlee.
Hinn 3. desember 1896 var skip númer 324 – Glenlee – byggt af Anderson
Rodger & Company, sjósett í fyrsta sinn, að vísu í fersku vatni árinnar Clyde.
Kortaklefi skipsins er til vinstri á myndinni.
34 – Sjómannablaðið Víkingur