Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.2020, Qupperneq 34

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.2020, Qupperneq 34
Fljúgið til Clasgow. Það tekur varla nema tvö augnablik og er ódýrara en að fljúga til Akureyrar. Í þessari þriðju stærstu borg Bretlands takið þið stefnuna á Clydeána - sem þið getið ekki villst á - nema þið séuð algerlega áttavillt eins og ritstjóri vor er að eðli og upplagi - sem á þó ekki við um íslenska skipstjórnarmenn, svo mikið er víst. Eins og allir sannir Íslendingar komið þið úr miðbænum – þar eru jú best að versla – að ánni og snúið þá snöggt í stjór og gangið upp með ánni. Í fjarska blasa við há möstur sem göngu- maðurinn áttar sig ekki almennilega á nema hann hafi kannað ögn málið áður en hann lagði upp í ferðalagið. Þá veit hann sem er að fram undan, í hálftíma, kannski þriggja kortera fjar- lægð, er skip með sögu. Þangað er för okkar heitið. Stóra skipið Innan skamms erum við komin um borð – það er gengið hratt í svölu veðrinu – í seglskútuna Glenlee sem Skotar hafa breytt í safn og ekki að ástæðulausu. Glenlee er nefnilega eina 19. aldar skútan sem þeir eiga og sem eitthvað kveður að og byggð var af heimamönnum í Clasgow. Og hún er sannarlega stór, tæpir 75 metrar á lengd, þriggja mastra og rúmar 2.600 tonn í lest. Það er því villandi að tala um skútu, seglskip væri réttara. Glenlee var hleypt af stokkum í desember 1896. Hún var byggð til vöruflutninga og hafði áður en yfir lauk siglt 15 sinn- um fyrir hinn alræmda Hornhöfða – Cape Horn – og fjórum sinnum í kringum jörðina. Lengsta samfellda sigling skipsins stóð í 1.269 daga, frá því í mars 1916 og þar til í október 1919. Og þótt 20. öldin væri gengin í garð varð skipsáhöfnin enn að reiða sig á orku vinds og sjávar til að færa skipið úr stað. G L E N L E E Texti og myndir: Jón Hjaltason - skipið á ánni Clyde Í fjarska, há möstur Glenlee. Hinn 3. desember 1896 var skip númer 324 – Glenlee – byggt af Anderson Rodger & Company, sjósett í fyrsta sinn, að vísu í fersku vatni árinnar Clyde. Kortaklefi skipsins er til vinstri á myndinni. 34 – Sjómannablaðið Víkingur
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.