Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.2020, Qupperneq 47

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.2020, Qupperneq 47
línan sem draga átti út í skipið festist á steini úti í flæðar- málínu, og tafði það dálítið að björgun gæti byrjað. En eftir að byrjað var að draga mennina á land af hvalbakn- um gekk björgunin reiprennandi að kalla. Voru 20 komnir í land kl. 8 um morguninn. Tveir menn voru þá eftir á hvalbaknum. Var staðnæmst með björgunina, því eigi þótt tiltækilegt að koma annari línu úr landi til þeirra sem í reiðanum voru, heldur skyldi freista þess, að þeir kæmust úr reiðanum og fram á hvalbakinn til þeirra sem þar voru. Þetta tókst, þegar nægilega mikið var fallið út. Var þeim fjórum síðan bjargað í land í bjarghring, eins og fjelögum þeirra, og var björgun þeirra lokið kl. 9. Jafnóðum og mennirnir komu í land var þeim komið fyrir að Stað og í Móakoti. Þar beið þeirra hressing og heit rúm. Haukanes kom á vettvang kl. að ganga 5. En enga björgun var hægt að framkvæma þaðan. Seinna komu þangað togarinn Geir og varðskipið Óðinn, en þá hjelt Haukanes til Hafnarfjarðar. Þessir drukknuðu Þorsteinn Þorsteinsson skipstjóri, til heimilis á Laufásveg 34, 31 árs. Var ekkjumaður. Lætur eftir sig 3 börn. Jakob Bjarnason 1. vjelstjóri, fæddur 1888. Skólavörðustíg 23. Kvæntur. 5 börn. Elsta barnið, Gunnar, drukknaði þarna með föður sínum. Hann var tvítugur. Ingvar Guðmundsson 2. vjelstj., Grettisgötu 45. Fæddur 1902. Ókvæntur. Sonur Guðm. Guðmundssonar rennismiðs. Sigurður Sigurðsson bræðslumaður, Suðurpól 13. Fæddur 1877. Kvæntur. Eitt barn í ómegð. Eðvarð Helgason háseti, sonur Helga Sig- urðsson, Arnargötu 10. Fæddur 1912. Ókvæntur. Sigþór Júl. Jóhannsson háseti, Vesturvallagötu 5. Fæddur 1901. Lætur eftir sig konu og 5 börn. Sigurður Engilbert Magn- ússon háseti, sonur Magnúsar Þórðarsonar, Framnesveg 1 C. Ókvæntur, 20 ára. Ásgeir Pjetursson háseti, sonur Pjet- urs Marteinssonar. Lindargötu 12 A. Fæddur 1906. Ókvænt- ur. Eðvarð Jónsson (frá Lambhól) matsveinn, Bræðraborg- arstíg 55- 30 ára. Lætur eftir sig konu og 2 börn. Guð- mundur Stefánsson 2. matsveinn, Bergþórugötu 6. Fædd- ur 1915. Móðir hans, Ólína Hróbjartsdóttir, missti mann sinn frá 9 börnum, er Jón forseti strandaði í Höfnum. Jón Kristjónsson kyndari. Skólavörðustíg 26. sonur Kristjóns Jónssonar trjesmiðs. 20. ára, Ókvæntur. Markús Jónasson loftskeytamaður. Vesturgötu 24. 26 ára ókvæntur. Þessir björguðust Stefán Benediktsson 1. stýrim. Kristinn Stefánsson 2. stýrim. Jón Magnússon, Njarðarg. 41. Matthías Jochums- son, Öldug. 17. Mikkel Guðmundsson Laugav. 27. Ingólfur Gíslason, Eystri Skála, Eyjafj. Guðjón Marteinsson, Amtmannsstíg 4. Guðmundur Sigurðsson, Bókhlöðustíg 6. Arnór Sigmundsson, Vitastíg 9. Ásmundur Jónsson, Hverfisg. 58. Halldór Magnússon, Hringbraut 190. Ragnar Marteinsson, Meiri-Tungu, Holtum. Sigursveinn Sveinsson. Fossi, Mýrdal. Kristján Magnússon, Efri-Hömrum. Ísleifur Ólafsson, Grettisgötu 22. Árni Þorsteinsson. Keflavík. Hall- mann Sigurðsson, Lambhúsum, Garðahr. Hjalti Jónsson. Lokastíg 19. Ingvar Guðmundsson, Þjóðólfshaga. Ólafur Marteinsson. Árbæjarhjálegu. Magnús Þorvarðarson, Bragagötu 22. Lúðvík Vilhjálmsson, Hverfisgötu 49. Sól- berg Eiríksson, Hverfisg. 99. Sæmundur Auðunnsson Minni Vatnsleysu. – 64 – Sextugasti- og fjórði togarinn í eigu Ís- lendinga, Hávarður Ísfirðingur ÍS-451, skráður hér á landi 20. október 1925, smíðaður hjá Cochrane & Sons Ltd, Sel- by Englandi 1919 fyrir breska flotann, nefndur Daniel McPherson sem var breytt í Lord Halifax H 79 1920. Lengd 40,84 m., breidd 7,01 m., dýpt 3,75 m., 314,03 brl., knúinn 600 hö. gufuvél. Í janúar 1925 keypti Togarafélag Ís- firðinga h/f á Ísafirði skipið og nefndi Hávarð Ísfirðing ÍS-451. Skipstjóri, Vil- hjálmur Árnason. Skráður eigandi 18. febrúar 1936, var h/f Hávarður á Ísafirði, sama nafn og númer. Valur h/f á Ísafirði kaupir skipið 29. desember 1938 og nefnir Skutull, sömu skráningarstafir. Hlutafélagið Askur í Reykjavík kaupir skipið 20. mars 1942 , sama nafn en fær skráningarstafina RE 142. Ísfirðingar tóku togarann Þorfinn RE-33 upp í kaupin. Á árinu 1948 stóð til að selja skipið, Oddsson & Co í Hull, (Jón Odds- son skipstjóri) en þau kaup gengu til baka. Mun togarinn hafa legið í höfn í Hull þar til hann fór í brotajárn 1952. Togarinn Skúli fógeti var byggður fyrir Alliance í Bever- ley í Englandi árið 1920. Hann var 348 brúttó tonn, hið vand- aðasta skip. Þorsteinn heitinn Þorsteinsson hafði verið skip- stjóri á togaranum ein 5 ár, tók við skipstjórn af bróður sínum, Gísla Þorsteinssyni, sem nú er skipstjóri á Skeljung. Skúli fógeti mun vera 10 eða 11. íslenski togarinn sem farist hefir síðan Leifur heppni fórst í febrúar veðrinu mikla 1925. Morgunblaðið 11 apríl 1933. Hávarður Ísfirðingur ÍS-451. Sjómannablaðið Víkingur – 47
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.