Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.2020, Side 50

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.2020, Side 50
50 – Sjómannablaðið Víkingur Í lok mars á þessu ári lögðu sex starfsmenn Eimskips upp í langferð. Þetta var ekki ýkja heppilegur tími til ferðalaga, kóvíd að tröllríða þjóðum heims, en erindið var brýnt. Og átti sér nokkurn aðdraganda. Samstarfið Á Grænlandi hefur landsstjórnin frá 1993 starfrækt skipafélagið Royal Arctic Line AS sem hefur sérleyfi á vöruflutningum sjó- leiðina til og frá Grænlandi. Eimskip siglir hina sömu erfiðu leið og Grænlendingarnir yfir úfið Atlantshafið og augljóst að hagsmunir fyrirtækjanna færu saman enda má heita að sam- vinna hafi verið með þeim frá fyrsta degi hins grænlenska Royal Arctic Line. Í janúar 2016 ákváðu svo félögin að efla þetta samstarf til mikilla muna. Tengja skyldi flutningskerfi Grænlands við al- þjóðlegt siglingakerfi Eimskips með samningi um samnýtingu á plássi í siglingakerfum sem tengir Grænland á heimsvísu. Fleira hékk á spýtunni. Félögin sammæltust um að koma sér upp nýjum gámaskipum, sérhönnuðum fyrir hinar erfiðu að- stæður á Norður-Atlantshafi og Norðurheimskautssvæðinu. Hvergi átti að slá af kröfum og skipin að uppfylla alþjóðlega staðla og reglur um siglingar á hinu viðsjárverða Atlantshafi. Og félögin létu ekki sitja við orðin tóm. Ári síðar gekk Eim- skip til samninga við China Shipbuilding Trading Company Limited og Guangzhou Wenchong Shipyard Co. Ltd. um smíði á tveimur 2.150 gámaeininga skipum. Smíðaverð þrjátíu og tvær milljónir dollara. Við þetta tækifæri sagði Gylfi Sigfússon, þáverandi forstjóri Eimskips: „Það er ánægjulegt að gengið hafi verið frá samningi um smíði nýju skipanna. Þetta er mikilvægt skref í endurnýjun Bragi Björgvinsson skipstjóri flutti stutta tölu þegar skipið var afhent. Dettifoss var fyrst sjósettur í sumarið 2019. Heitið er gamalt í sögu Eimskips. Fyrsti Dettifoss var smíðaður árið 1930 í Frederikshavn í Danmörku. Síðan hafa fjögur skip siglt undir þessu nafni. Þetta er því í sjötta sinn sem Dettifoss gengur í endurnýjun lífdaga. NÝR DETTIFOSS

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.