Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.2020, Side 52

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.2020, Side 52
52 – Sjómannablaðið Víkingur viðstaddir þegar Kínverjar afhentu hinn nýja farkost við hátíð- legu athöfn. Allir grímuklæddir vegna kóvíd en afskaplega glað- ir með hið nýja skip og að loks hyllti undir heimferð. Þegar þessar línur komast á prent verður Dettifoss eflaust úti á rúmsjó en áætlað er að heimsiglingin taki um 40 daga. Skipið mun sigla frá Guangzhou til Taicang í Kína. Þar verður farmur lestaður til Evrópu. Frá Kína liggur leiðin til Singapore, Sri Lanka, um Súesskurð, inn á Miðjarðarhaf, í gegnum Gíbraltar- sund og til Danmerkur þar sem ferðaáætlun skipsins verður löguð að siglingaáætlun félagsins. Áætlað er að Dettifoss komi eftir miðjan júní – þó fyrir mánaðamótin – í fyrsta sinn til Íslands. Stærstu gámaskipin Áður en við lítum nánar á Dettifoss er rétt að geta þess að systurskipið, Brúarfoss, verður væntanlega afhent undir lok þriðja ársfjórðungs 2020. Kíkjum þá á fáein atriði er lúta að búnaði skipanna og lesa má á heimasíðu Eimskips. Byrjum á þeirri skemmtilegu stað- reynd að fossarnir tveir sem hér um ræðir eru stærstu gámaskip í eigu Íslendinga; 180 metra langir, 31 metra breiðir og geta sem fyrr segir borið 2.150 gámaeiningar. Skipin eru hönnuð með mjög mikla stjórnhæfni og með TIER III, 17.000 Kw aðal- vél sem er sérstaklega útbúin til að minnka losun köfnunarefn- isoxíðs (NOx) út í andrúmsloftið. Þau verða mun sparneytnari á flutta gámaeiningu í samanburði við eldri skip og eru útbúin olíuhreinsibúnaði sem dregur enn frekar úr losun brennisteins (SOx) út í andrúmsloftið. Þau eru sérlega vel útbúin fyrir siglingar á Norður-Atlants- hafi, ísklössuð og uppfylla Polar Code reglur sem eru nauðsyn- legar til siglinga í kringum Grænland. Hin ánægjulega staðreynd fyrir núverandi og væntanlega við- skiptavini Eimskips er að stærri og hagkvæmari skip leiða til lægri rekstrarkostnaðar á gámaeiningu. Siglingaleið Dettifoss frá Kína til Íslands.

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.