Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.2020, Síða 52

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.2020, Síða 52
52 – Sjómannablaðið Víkingur viðstaddir þegar Kínverjar afhentu hinn nýja farkost við hátíð- legu athöfn. Allir grímuklæddir vegna kóvíd en afskaplega glað- ir með hið nýja skip og að loks hyllti undir heimferð. Þegar þessar línur komast á prent verður Dettifoss eflaust úti á rúmsjó en áætlað er að heimsiglingin taki um 40 daga. Skipið mun sigla frá Guangzhou til Taicang í Kína. Þar verður farmur lestaður til Evrópu. Frá Kína liggur leiðin til Singapore, Sri Lanka, um Súesskurð, inn á Miðjarðarhaf, í gegnum Gíbraltar- sund og til Danmerkur þar sem ferðaáætlun skipsins verður löguð að siglingaáætlun félagsins. Áætlað er að Dettifoss komi eftir miðjan júní – þó fyrir mánaðamótin – í fyrsta sinn til Íslands. Stærstu gámaskipin Áður en við lítum nánar á Dettifoss er rétt að geta þess að systurskipið, Brúarfoss, verður væntanlega afhent undir lok þriðja ársfjórðungs 2020. Kíkjum þá á fáein atriði er lúta að búnaði skipanna og lesa má á heimasíðu Eimskips. Byrjum á þeirri skemmtilegu stað- reynd að fossarnir tveir sem hér um ræðir eru stærstu gámaskip í eigu Íslendinga; 180 metra langir, 31 metra breiðir og geta sem fyrr segir borið 2.150 gámaeiningar. Skipin eru hönnuð með mjög mikla stjórnhæfni og með TIER III, 17.000 Kw aðal- vél sem er sérstaklega útbúin til að minnka losun köfnunarefn- isoxíðs (NOx) út í andrúmsloftið. Þau verða mun sparneytnari á flutta gámaeiningu í samanburði við eldri skip og eru útbúin olíuhreinsibúnaði sem dregur enn frekar úr losun brennisteins (SOx) út í andrúmsloftið. Þau eru sérlega vel útbúin fyrir siglingar á Norður-Atlants- hafi, ísklössuð og uppfylla Polar Code reglur sem eru nauðsyn- legar til siglinga í kringum Grænland. Hin ánægjulega staðreynd fyrir núverandi og væntanlega við- skiptavini Eimskips er að stærri og hagkvæmari skip leiða til lægri rekstrarkostnaðar á gámaeiningu. Siglingaleið Dettifoss frá Kína til Íslands.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.