Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.2020, Page 70

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.2020, Page 70
fyrsta sopanum niður. Þarna stóð hann með krús í höndum, titrandi af ákefð, reyndi að koma innihaldinu niður, ældi ofan í krúsina, reyndi aftur, ældi á ný og þannig var áfram haldið þar til honum loks tókst að halda vökvanum niðri. Þar með voru öll vandamál úr sög- unni. Þetta mun ekki nýtt í sögunni með þá sem háðir eru áfengi, að maginn geri uppreisn, sálrænt atriði sem margir drykkjumenn kannast við. Og ævinlega kvaddi Sævar okkur með sömu orðum þegar farið var í helgarfrí. „Þið vitið hvar ég verð ef ég verð ekki mættur á sunnudaginn“ Og allt passaði það, við Stefán stýrimaður fórum oft á sama staðinn á sunnudagskvöldum þegar halda skyldi úr höfn til að ná í skipstjór- ann. Það var aldrei neitt vandamál, hann kom um borð, helst stundum að hann æsti sig ef einhverja aðra vantaði úr skipshöfninni við brottför, átti þá til að tala um „helvítis rónalýð“. Svo lagði hann sig á útstíminu, bað um að ræsa sig á Víkinni og kom þá upp eins og ný- sleginn túskildingur, klár í slaginn, lét ekki standa upp á sig í neinu þegar út á sjó var komið. Sennilega voru helgarfríin hjá honum miklu meiri þrældómur held- ur en vinnan úti á sjó en þetta var hans lífsmáti, svona vildi hann hafa það og svona var það. Hitt er svo annað mál að fáir þola slíkt líferni til lengdar enda fékk Sævar að kenna á því, lést langt um ald- ur fram en líklega lífsreyndari en margur eldri maðurinn. Átta til níu pakkar á sólarhring Annað var það sem Sævar kunni sér lítið hóf í, það voru reykingarnar. Ég er helst á því að hann hafi átt óstaðfest Íslands- met í reykingum, jafnvel heimsmet. Og reykingamátinn var engu líkur. Filtersí- garettur gat hann ekki reykt, hans sort var Camel því að stór hluti af reykingun- um var að tyggja annan endann af sígar- ettunni. Líklega hefur það verið um þriðjungur af hverri sígarettu sem hann japlaði upp meðan hinn hlutinn brann. Og aldrei sá ég hann taka ofan í sig reyk á sama hátt og flestir reykingamenn gera, með djúpum sogum, hjá honum voru þetta smáir og jafnir skammtar í einu í hvert sinn sem hann andaði að sér. Ég er helst á því að honum hefði svelgst á, hefði hann þurft að anda að sér hreinu lofti, nikótínlausu. Aldrei gekk hann með eldspýtur á sér, þurfti þeirra ekki með nema rétt þegar hann vaknaði til að kveikja sér í fyrsta naglanum, svo var kveikt í þeirri næstu með stubbnum. Fyrir kom að hann „missti niður damp- inn“ eins og við kölluðum það þegar drapst í hjá honum, þá kom hann hlaup- andi eins og byssubrenndur niður á dekk til að fá eld því sjaldnast voru eldspýtur í stýrishúsinu. Þegar hann stóð allan sólar- hringinn við að toga, fóru milli átta og níu pakkar af Camel og það met á ég ekki von á að verrði slegið í bráð. Það liggur í hlutarins eðli að oft varð tóbakslaust um borð því að ekki var alltaf fyrirhyggja ráðandi um tóbaks- birgðir þegar lagt var úr höfn. Allir um borð voru reykingamenn þótt enginn kæmist í hálfkvisti við skipstjórann. Því var það oft í lok túrs og á heimstímum að tóbakslítið var og stundum tóbaks- laust. Þá var búið að tína upp hvern ein- asta stubb sem fyrirfannst um borð og klára píputóbakið frá kokknum, allt nýtt til hins ítrasta. Svo fór Sævar á handa- hlaupum upp með spottanum þegar komið var í höfn, til að redda sígarettum. Einhverju sinni urðum við tóbaks- lausir austur við Ingólfshöfða og var þá um sólarhringur eftir á veiðum. Gull- borgin var þarna skammt frá okkur og Sævar kallaði í gamla manninn í talstöð- inni og bað hann að redda nokkrum pökkum. Það var ekki nema sjálfsagt, við hífðum og renndum yfir að Gullborginni. Binni henti böggli yfir til okkar og í hon- um voru sex pakkar af Camel. Þeim var skipt jafnt niður, þ.e.a.s. Sævar fékk fjóra pakka en við hinir, fjórir talsins, fengum tvo pakka saman. Ég held ég ljúgi engu til að hann hafi svo leitað til okkar á heimstíminu með tóbak, búinn með sinn skammt. Belgurinn sprakk undan aflanum Á þessum árum voru bátar saman í svo- nefndum „kóda“ eða dulmáli um afla- brögð. Þetta var aðallega gert til að að- komubátar fréttu ekki af aflabrögðum samstundis og sömuleiðis voru nokkur brögð að því að kódinn væri notaður til að vara við ferðum varðskipa. Sævar var í kódafélagi með Binna, föður sínum, og mági sínum, Gísla Sigmars á Elliðaey VE. Alltaf var svo verið að skipta um kóda og fá nýja þar sem skipstjórar á öðrum bát- um voru oftast fljótir að ráða í dulmálið. Sjaldnast voru allir þrír bátarnir í landi í einu þannig að oft voru tveir með nýjan kóda en einn með gamlan. Ósjaldan olli þetta ruglingi og stundum tómri vitleysu þegar upp voru gefnar tölur sem enginn botnaði nokkurn skapaðan hlut í og var það oft æði broslegt að fylgjast með tal- stöðvarviðskiptunum þegar þannig stóð á. Oftast endaði það með einhverjum heimatilbúnum athugasemdum og til- vitnunum í enn eldri kóda þannig að yfirleitt vissi allur flotinn um aflabrögðin eftir þessi orðaskipti. Aflabrögðin voru dágóð þetta sumar og Sævar lunkinn að vera á réttum stað á réttum tíma. Einhverju sinni var trollið látið fara á Víkinni. Þegar togað hafði verið í rúman klukkutíma, kemur Sævar niður og biður okkur að hífa, það sé búið að lóða svo svakalega allt togið. Svo var gert og þegar lengjan er komin að síðunni, kemur í ljós að trollið er sneisa- fullt af fiski, flýtur út um opið. En veiðarfærið þoldi ekki allan þennan fisk, belgurinn rifnaði niður að pokagjörð og það eina sem við náðum var einn poki af golþorski. Það var sannarlega sárgræti- legt að horfa á allt þetta magn af fiski synda í burtu og fá ekki aðhafst. Bjarnhéðinn Elíasson Annar samferðamaður sem Sigurgeir minnist á í bók sinni er Bjarnhéðinn Elíasson, Rangæingur sem flutti til Eyja rétt eftir síðari heimsstyrjöld, festi þar ráð sitt og settist að þar. Þeir Sigurgeir voru ekki aðains skipsfélagar, heldur einnig lífstíðarfélagar og hér segir af samskiptum þeirra.: Eftirminnilegt sumarúthald Sumarið 1966 réði ég mig í skiprúm hjá Bjarnhéðni sem háseta. Sú ráðning fór fram á venjubundinn hátt af hans hálfu, þ.e.a.s. hann bað aldrei nokkurn mann um að róa með sér, heldur var svo látið líta út sem pláss væri laust á bátnum og margir um hituna að reyna að komast í það. Aldrei heyrði ég hann á sínum skip- stjórnarferli biðja mann um að róa með sér, heldur beið hann ævinlega eftir því að menn kæmu til hans og bæðu um pláss og hefur þetta sennilega oftar en einu sinni orðið til þess að hann missti af góðu fólki. Það hefur þó varla komið að sök því að hans sögn var aldrei annað en úrvals fólk með honum til sjós. Alla- vega heyrði ég hann sjaldnast bera þeim illa söguna sem með honum voru. En nú er mér tilkynnt, við eldhús- borðið að Skólavegi 7, að laust sé háseta- pláss á Elíasi Steinssyni á komandi sum- arvertíð. Þessu plássi var nánar lýst á eftirfar- andi hátt: „Hvað ætlar þú að gera í sumar?“ Nú var undirritaður ekkert of ráðinn í því en hafði á orði að hann væri að hugsa um að prófa sig sem leiðsögumað- ur hjá ferðaskrifstofu einni það sumar suður í Frakklandi. „Hva, þú hefur ekkert upp úr því helvíti.“ Svo kom þögn. „Það er laust pláss hjá mér í sumar.“ „Nú,“ sagði ég. 70 – Sjómannablaðið Víkingur

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.