Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.2020, Síða 72
aðar eru í talstöð til okkar tvær talnarun-
ur. Öll áhöfnin stóð í aðgerð frammi á
dekki að kafteininum undanskildum,
hann var á sínum stað í brúnni og gætti
þess árvökrum augum að kolanum væri
ekki rótað út um lensportin.
Og þá berast honum af því fregnir að
varðskip sé á leið að austan og stefni
vestur með landi. Nánari fregnir herma
að þetta sé varðskipið María Júlía.
Nú tekur Bjarnhéðinn eitthvað skakk-
an pól í hæðina í þessum talstöðvarvið-
skiptum. Síðast er við vorum í landi
hafði legið þar við bryggju hvítmálað
skip, fyrrverandi varðskip, að nafni Sæ-
björg og var gert út þetta sumar sem
skólaskip með peyja á skaki og var
ekkert á vegum Landhelgisgæslunnar.
Nema hvað Bjarnhéðinn annaðhvort
tekur feil á skipum eða les vitlaust út úr
kódanum, að hann kallar til okkar út á
dekk og spyr hvort ekki sé alveg öruggt
að Sæbjörgin litla sé bara skólaskip í
sumar og ekkert viðkomandi gæslunni.
Að sjálfsögðu kváðum við jáyrði við
því og hélt því kafteinninn áfram sínu
togi í landhelgi enda óviðbúinn því að
skólaskip færi að gera athugasemdir við
hans fiskveiðar.
Nú líður alldrjúgur tími og kemur
skip í sjónmál í austri og færist nær og
hafa menn af því engar áhyggjur, fyrr en
allt í einu þegar skipið kemur nær að við
á dekkinu heyrum hrópað úr brúnni:
„Hann er grár!“
Og það bar ekki á öðru en skipið væri
grátt að lit og vendilega merkt Land-
helgisgæslunni. Hér var komið varðskip-
ið María Júlía og var skipherranum ald-
eilis ómögulegt að horfa með blinda
auganu á okkur, togandi þarna eina og
hálfa mílu frá landi. Enda var skotið út
báti og Bjarnhéðinn ferjaður yfir í varð-
skipið þar sem hann varð að viðurkenna
sitt brot enda óhægt um vik að neita því.
Seinna sagði hann mér að skipherrann
hefði spurt sig hvers vegna í ósköpunum
hann hefði ekki verið búinn að hífa og
margbúið að aðvara hann. Tilfellið var
nefnilega að varðskipin gjörþekktu alla
þá kóda sem í gangi voru.
En svona var nú það, við vorum hirtir
á síðasta togi í síðasta túr og allt fyrir
tóman misskilning og vitleysu.
Ekki var Bjarnhéðinn aldeilis á því að
viðurkenna að sér hefðu orðið á mistök,
heldur kenndi okkur á dekkinu um allt
saman og sagði að við hefðum logið því í
sig að María Júlía væri skólaskip. Ég
held samt að hvorki afli né veiðarfæri
hafi verið gerð upptæk þetta sinnið og
þar að auki hafi Bjarnhéðinn sloppið við
að greiða sekt.
Hefði hann frekar átt
að elta þig?
Óskar Þórarinsson á Háeyri var einhvern
tíma spurður að því, ásamt fleirum, af
blaðamanni, hver væri í hans augum
fyrsti vorboðinn í Vestmannaeyjum.
Flestir minntust á lundann en Óskar
sagði að í sínum huga væri vorið komið
þegar Bjarnhéðinn færi að veiða löngu
við Holtshraunið.
Óskar hóf sína formennsku á Öðlingi
VE á vetrarvertíð á trolli. Þá var árvisst
undir vorið að vel fékkst af löngu í troll
við Holtshraunið og þar sló enginn
Bjarnhéðni við í aflabrögðum. Þetta vissi
Óskar og reyndi eins og hann gat að elta
Bjarnhéðin á bleyðunni. Þegar landað var
eitt kvöldið var Bjarnhéðinn að vanda
langaflahæstur með tæp 30 tonn af
löngu. Óskar á Öðlingi hafði fengið 18
tonn og var ánægður með það.
En þar sem Bjarnhéðinn stendur á
bryggjunni að lokinni löndun, kemur til
hans skipstjóri einn sem lítið hafði feng-
ið þennan dag og segir:
„Það var engu líkara en þú værir með
hann Öðling í togi í allan dag.“
Og þá svaraði Bjarnhéðinn að bragði:
„Fannst þér kannski frekar að hann
hefði átt að elta þig?“
Flaggað 1. maí
Þau Bjarnhéðinn og Ingibjörg, frænka
mín, drógu yfirleitt fána að húni lögskip-
aða fánadaga og sömuleiðis í hálfa stöng
ef dauðsföll voru í bænum eða jarðarfar-
ir. Flestir vita að þau hjón voru einhverj-
ir dyggustu stuðningsmenn Sjálfstæðis-
flokksins hér í bæ og þótt víðar væri
leitað. Af þeim sökum má líka nokkuð
augljóst vera að einn hinna lögskipuðu
fánadaga fékk alveg að eiga frí á flagg-
stönginni að Skólavegi 7. Það var 1. maí.
„Mér dettur ekki í hug að fara að
flagga á einhverjum helvítis kommún-
istadegi,“ sagði Bjarnhéðinn þegar ég
færði það eitt sinn í tal við hann af
hverju fáninn væri ekki við hún, jafnvel
þingmaðurinn í Geysi flaggaði.
„Djöfulsins kommúnistadagur og ekk-
ert annað,“ var sama svarið, margtuggið
upp með enn fleiri óprenthæfum orðum.
Ekkert stoðaði þótt ég reyndi að rekja
sögu þessa dags fyrir honum og meðal
annars að benda á að fyrstir til að halda
þennan dag hátíðlegan hefðu verið
Bandaríkjamenn.
„Það er helvítis haugalýgi í þér, þetta
kemur beint frá Rússunum,“ sagði Bjarn-
héðinn og sat sem fastast við sinn keip.
Því fór svo að fáni var ekki dreginn að
húni á þessum degi eins og þó tíðkaðist
á því heimili um aðra merkisdaga í alm-
anakinu.
Nú gerðist það eitt sinn þann 1. maí,
að ég var á rölti í bænum, var reyndar að
koma úr verkalýðskaffi í Alþýðuhúsinu,
því húsi sem Bjarnhéðinn Elíasson steig
ekki fæti sínum inn í til annars en að
spila brids.
Þegar ég kem að Skólavegi 7 veiti ég
því strax eftirtekt að ekki er flaggað þar
og kom það ekki sérlega á óvart en
dettur í hug að líta þar við, ekki þó til að
ræða fánamál.
Nú vill svo til þegar ég geng í bæinn
að engan mann er þar að finna á hæð-
inni. Grunaði mig að húsbóndinn hefði
fengið sér hádegislúr en dettur í hug
hvort ekki muni rétt að bæta úr þeirri
gleymsku og vanrækslu heimilisfólks að
flagga ekki á lögskipuðum fánadegi. Svo
ég fer í forstofuna og finn þar fánann
góða, fer með hann rakleiðis út að stöng
og flagga og fer síðan aftur inn.
Það var sem mig grunaði að Bjarnhéð-
inn hafði fengið sér miðdegislúr en var
nú afhvíldur og vildi tefla. Var taflið tek-
ið fram og teflt um hríð. Þá birtist í eld-
húsdyrum Árni Óli í Suðurgarði og
kastar kveðju á okkur. Hann hefur á orði
að ekki sé það oft sem flaggað sé á þess-
um degi að Skólavegi 7.
„Það hefur ekki verið flaggað hér á
þessum degi og verður ekki flaggað hér á
þessum degi,“ segir Bjarnhéðinn með
alvöruþunga.
„Nú, annað sýnist mér,“ segir Árni
Óli. „Ég fæ ekki betur séð en hér sé flagg
við hún.“
„Helvítis kjaftæði er þetta,“ segir
Bjarnhéðinn. „Ég veit ekki hverjum ætti
að detta það í hug á þessu heimili.“
Svona til vonar og vara gengur hann
fram að glugga og sér þá sem er að fáni
blaktir við hún í norðan andvara.
„Hver bara djöfullinn er þetta,“ segir
hann. „Er hún Ingibjörg orðin
snarhringlandi vitlaus!“
„Heyrðu!“ segir hann svo allt í einu og
augnaráðið og málrómurinn benda til
þess að hann hafi allt í einu uppgötvað
einn mikinn stórasannleik. „Já, já, ég held
að ég viti hver hér hefur verið að verki.
Ég held ég viti hver sökudólgurinn er.“
Og í þeim töluðum orðum snarast
hann út á skyrtunni, út að flaggstöng og
dregur fánann niður. Á Skólavegi 7 er
nefnilega ekki flaggað þann 1. maí.
Og hafðu míkadóið með þér
Yfirleitt einkenndust samskipti okkar
Bjarnhéðins og kunningsskapur af
græskulausu gamni þar sem báðir höfðu
gaman af að reyna að klekkja á hinum
án þess þó að menn yrðu sárir af.
Ég byrjaði að kenna í Vestmannaeyj-
um árið 1965 og kom þá oft við á Skóla-
veginum til að spila eða tefla. Þetta haust
hafði japanskt spil rutt sér mjög til rúms
72 – Sjómannablaðið Víkingur