Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.2020, Page 73

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.2020, Page 73
á Íslandi, það nefndist Mikadó og fólst í því að pikka upp tréprjóna án þess að hreyfa aðra. Þetta haust spiluðum við Bjarnhéðinn Míkadó af miklu kappi, nær daglega. Þegar ég var búinn að kenna í rúman mánuð ákvað ég að skreppa til Reykja- víkur að skemmta mér og sagði Bjarn- héðni frá þeirri fyrirætlan minni. Ég var nýbúinn að fá útborgað og hugði gott til glóðarinnar að líta á gleðilífið í höfuð- borginni. Svo er það í hádeginu á föstudegi, daginn áður en ég ætlaði mér að fara til Reykjavíkur, að síminn hringir. Og þegar ég svara þá er á hinum endanum maður sem segist vera Jóhannes Gíslason, starfs- maður bæjarfógeta í Vestmannaeyjum. „Þú skuldar hér talsvert af opinberum gjöldum,“ segir Jóhannes. „Mér sýnist þetta vera um 50 þúsundir.“ Ég sagði það rétt vera en ég hefði einmitt í fyrri viku farið á fund Frey- móðs fógeta og samið við hann um að greiða þau gjöld með jöfnum greiðslum. „Ég er hræddur um að það bara gangi ekki,“ segir Jóhannes. „Það er komin krafa um að greiða þessi gjöld nú þegar.“ „En hvað með þetta sem ég talaði um við hann Freymóð,“ segi ég. „Stendur það ekki lengur?“ „Nei, hann Freymóður hefur enga heimild til að semja um svona lagað,“ segir Jóhannes. „Og þetta verður að borgast núna fyrir lokun í dag, annars verður þetta sett í lögfræðiinnheimtu.“ Það þyrmdi yfir mig þarna við símann og ég sá að Reykjavíkurferðin sem ég hafði hlakkað sem mest til, væri farin fyrir bí og ég yrði peningalítill næstu vikurnar. Í bræði minni og algerri upp- gjöf hreytti ég út úr mér: „Nú, ég verð þá víst að koma í dag og borga þetta.“ „Já, það væri gott,“ var þá sagt á hin- um endanum. „Og hafðu Míkadóið með þér.“ Sjómannablaðið Víkingur – 73 Vatnagarðar 16, Reykjavík, s. 568 6625, velarehf.is Við látum dæluna ganga • Dælur • Dæluviðgerðir • Ásþétti • Rafmótorar • Vélavarahlutir Viðgerðir • Tæringarvarnir Keramikhúðun Fyrir Eftir Hvaleyrarbraut 27 220 Hafnarfirði Sími: 564 3338

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.