Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.2020, Qupperneq 90

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.2020, Qupperneq 90
90 – Sjómannablaðið Víkingur „Óvenjulegur músagangur um flestar ef ekki allar sveitir svo skepnur verða ekki varðar í húsunum, og á einum bæ í Eyjaf. 350 mýs.“ Það fréttist af þremur hafísjökum á Eyjafirði og Grímseyingar segja augalaust af hafís norður af eynni. Stórhríð geisar á Akureyri og fönnin verður svo mikil að ekki er nema fyrir mestu hörkutól að komast á milli húsa. Hinn 29. desember nær pósturinn að sunnan loks til bæjar- ins og er með fimm hesta hlaðna póstkistum. Hann hefur verið á ferðinni síðan 4. desember að hann lagði upp frá Reykjavík. Eftir áramótin færast veðurguðirnir enn í aukana. Snjór og kuldi setur mark sitt á janúar en guð leggur líkn með þraut. Dauður hvalur stingur upp kolli undan Þórustaðalandi og er skorinn þar sem hann situr fastur í ísnum og kjötið selt á staðnum. 40 gráður á Celsíus Mjög dregur úr kirkjusókn, guðshús Ey- firðinga eru óupphitað og ekki verandi í þeim fyrir brunagaddi. Frostið er daglega á milli tuttugu og þrjátíu gráður og stundum meira. Edvald E. Möller versl- unarstjóri er forvitinn. Hann vill fá að vita hvað ísinn, sem þekur Pollinn landa á milli, er þykkur. Hann pjakkar á hann gat og mælir, tvær álnir og þrír þuml- ungar eða um einn og hálfur metri. Mæl- ingin fer fram 25. febrúar. Mánuði síðar þegar Björn skráir hjá sér hitastigið, 32 gráður á Réaumur eða 40 gráður á Celsí- us, veltir hann fyrir sér hversu þykkur ísinn á Pollinum kunni að vera orðinn. Pollurinn og fjörðurinn út eftir öllu er sem hvít slétta að sjá, hvergi dökkur díll og menn hika ekki við að ganga ísinn, jafnvel alla leið utan frá Siglufirði og inn á Akureyri. Björn getur þess í aprílbyrjun að sum- ir séu teknir að gefa gripum mjólk úr kúnum en fáeinir búa svo vel að eiga hrossakjöt og slátur sem þeir hafa saltað niður sérstaklega haustið áður í því augnamiði að gefa það skepnum yfir vet- urinn. Samkvæmt dagatalinu er vorið komið. Björn skrifar 15. maí: „Engin björg fæzt úr sjó því allt er fullt með hafís.“ Tæpri viku síðar, laugardaginn 21. maí: „Engar nýjungar, nema að ísinn er nú aptur að losast hjeðan af Pollinum og úteptir firði, en nokkuð situr nú fast í fjörunum og á leirunni.“ Ritstjórinn getur þess líka að vart hafi orðið við mikla fiskgengd „hjer innst í fjarðarbotni.“ Það má gera ráð fyrir því að veturinn 1881 hafi messuföll verið tíð. Kirkjur voru óupphitaðar og mikil þrekraun að sitja undir predikun prestsins þegar frostið utandyra fór í 30 eða jafnvel 40 gráður á Celsíus. Olís hefur allt frá stofnun kappkostað að veita fyrirtækjum í sjávarútvegi trausta þjónustu með sölu á eldsneyti og rekstrarvörum til útgerða. Við ætlum að halda þeirri siglingu áfram. Samferða í 93 ár
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.