Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.2020, Side 92
92 – Sjómannablaðið Víkingur
S
éra Matthías Jochumsson var ekki við
eina fjölina felldur, hann var prestur,
ritstjóri og síðast en ekki síst skáld og
mannvinur. Hann var síkvikur í andanum
og féllst aldrei á neitt sem sjálfsagt og gef-
ið og var ætíð reiðubúinn til rökræðna um
allt á milli himins og jarðar, líka trúna.
Stundum varð honum hált á því svelli en
óbilgirni í trúmálum og dómsdags-
predikanir voru eitur í beinum þjóðskálds-
ins. Matthías „var svo bölvans gáfaður“ –
svo notað sé orðtak hans sjálfs – að andi
hans verður seint fangaður, kannski helst
að það gerist í sögunum sem af honum
fóru.
„Hann klæjar, greyið,“ skrapp eitt sinn upp
úr Matthíasi þegar hann sat í leikhúsinu og
horfði á vondan mann húðstrýktan en leik-
aranum tókst illa að túlka þjáningu persón-
unnar.
Séra Matthías var stór vexti, herðabreiður
og þrælsterkur. Andlitið var grófgert og nef-
ið stórt svo af bar. Það var þó ekki rautt eins og mætti ætla af
ljósmyndum. Þrátt fyrir stærðina var Matthías þó hvorki handstór
né fótstór og mjög var áberandi hversu höfuðsmár hann var. Af
því er til þessi saga.
Eitt sinn sem oftar bauð Stefán Stefánsson skólameistari Gagn-
fræðaskólans á Akureyri (síðar MA) nokkrum körlum til fagnað-
ar. Séra Matthías var meðal boðsgesta. Þegar menn voru að tygja
sig til brottfarar teygir þjóðskáldið sig eftir hattinum sínum og
setur á höfuð sér. Þá vill ekki betur til en svo að hatturinn rennur
næstum því niður fyrir eyru á skáldinu. Matthías hafði þá tekið
rangan hatt en félagar hans sáu óðara mistökin og skelltu upp úr
þegar hatturinn gleypti nánast í sig höfuðið. Þá sagði Matthías,
sallarólegur: „Já, guð gaf mér aldrei fallegt höfuð, en því meiri
intelligens!“
Séra Matthías og Jakob Havsteen konsúll og etatsráð á Oddeyri
voru góðir vinir. Þegar degi Havsteens tók að halla kom Matthías
oft og sat hjá gamla manninum í körinni en hann var þá orðinn
blindur. Etatsráðið gat verið meinlegur í umsögnum um fólk en
Matthías reyndi jafnan að færa allt til betri vegar. Eitt sinn sem
oftar hafði Havsteen gengið rækilega fram af þjóðskáldinu sem
reyndi eins og hann gat að finna umræddum manni eitthvað til
málsbóta. Sagði þá Havsteen gamli:
„Þú ert undarlegur maður, séra Matthías. Það er eins og þú
elskir alla.“
„Já, elskan mín,“ svaraði skáldið. „Ég elska alla, en ég var lengi
að læra að elska þig.“
Guðmundur Friðjónsson á Sandi hélt eitt sinn sem oftar fyrir-
lestur á Akureyri. Fjölmenni var eins og jafnan á slíkum samkom-
um hjá Guðmundi. Þar var Matthías og hreifst af orðum skáld-
bróður síns. Þegar þjóðskáldið gekk heim að erindinu loknu kom
andinn yfir hann og hann kvað af munni fram:
Fellur Doná freyðandi
úr Friðjónssonar stálkjafti,
hendist oní horngrýti,
hann er konungsgersemi.
Eitt sinn fékk Jón Ólafsson, ritstjóri og skáld, fjárstyrk frá Al-
þingi. Daginn sem styrkurinn var samþykktur mætti Matthías
Jochumsson Jóni í anddyri Alþingishússins, heilsaði honum og
sagði:
„Þú ert dýr-gripur, Jón minn.“
„Þakka þér fyrir orðið,“ svaraði Jón.
„Orðin voru tvö,“ sagði þá Matthías.
Matthíasi varð tíðrætt um reiðhestana sína og sagði meðal annars
oft söguna af honum Skjóna, hestinum góða er hann átti í Odda.
„Einu sinni datt hann með mig,“ sagði Matthías, „og ég varð
undir honum. Fólkið fór að stumra yfir mér, en ég sagði bara:
Takið þennan kodda ofan af mér.“
Jón Daníelsson kaupmaður er úr flokki síðustu fermingarbarna
séra Matthíasar sem síðast var prestur á Akureyri. Nokkur ferm-
ingarbarnanna voru mjög snoggsöðin í kristindómskunnáttu.
Þetta fann Matthías en vildi ekki gera þau afturreka frá ferm-
ingunni. Hann sagði því við börnin um leið og hann kvaddi þau:
„Blessuð, hafið þið nú ekki hátt fyrir altarinu ef ykkur kynni
að fipast.“
Séra Matthías Jochumsson flytur ræðu, ekki veit ég við hvaða tækifæri.
Mynd: Minjasafnið á Akureyri