Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.2020, Síða 93

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.2020, Síða 93
Sjómannablaðið Víkingur – 93 Sá gorkúlugróður á engan tilverurétt.“ Matthías Jochumsson um hroka oflátungsins. Sunnudag einn átti Matthías erindi inn í Fjöru og bað Stefán Stef- ánsson í Svalbarði, sem var við enskunám hjá skáldinu, að ganga með sér. Gengu þeir svo inn Hafnarstræti og Aðalstræti uns þeir komu að litlu húsi. Þar fór Matthías inn en bað Stefán að bíða fyrir utan. Eftir drykklanga stund kom Matthías út aftur og segir Stefáni þá að hann hefði viljað rölta þetta til að afla sér góðrar samvisku. Þannig stæði á að í húsinu væri góð vinkona hans að deyja sem hann vildi kveðja. Þegar Jón Sveinsson steig á land á Akureyri til að taka við bæjar- stjóraembættinu var Matthías skáld Jochumsson staddur á bryggj- unni. Hann gengur til Jóns og heilsar honum með þessum orð- um: „Komið þér sælir, bæjarstjóri.“ Jón tekur kveðjunni og svarar: „Þetta getur nú varla talist bær, þetta er eins og hvert annað þorp.“ Matthías glottir og segir: „Ojæja, yfirþorpari þá.“ Eitt sinn hittust þeir á Akureyri, séra Matthías og séra Björn í Laufási, og var Matthías að koma frá jarðarför. Bárust þá í tal aukatekjur presta og segir séra Björn: „Mikið áttu gott, Matthías, alltaf að jarða, en enginn deyr hjá mér.“ Einar Benediktsson skáld sendi Matthíasi Jochumssyni vísu á af- mæli hans. Júlíus bankastjóri, mágur Einars, frétti þetta og spurði Matthí- as hvernig honum hefði þótt vísan. „Og hún var eins og þorskhaus,“ svaraði Matthías. „Eins og þorskhaus, hvernig þá?“ vildi Júlíus fá að vita enda skildi hann svarið alls ekki. „Það var erfitt að gera sér mat úr henni en allra besti matur þegar búið var að vinna hana.“ Skáldið á Sandi, Guðmundur Friðjónsson, hafði verið í heimsókn á Akureyri en var á heimleið og taldi sig endilega þurfa að kveðja séra Matthías sem þá var orðinn roskinn. Hringdi Guðmundur í Matthías og ræddi við hann dágóða stund en þegar komið var að kveðjustund ákvað Guðmundur að reyna þjóðskáldið og spurði formálalaust: „Geturðu sagt mér, Sigurhæðabúi, hvernig ég muni geta haldið mér andlega ungum til æviloka?“ Matthías svaraði samstundis: „Það get ég sagt þér, minn elskulegi, - með því að skipta oft um skoðanir.“
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.