Vasakver : með almanaki fyrir árin 1939-1943 - 01.01.1940, Blaðsíða 4
Formáli fyrir 1. árgangi.
Samband íslenzkra samvinnufélaga ehfir œskt þess aö ég
setti saman vasakver þetta og ætlunin er aS því verði dreift út
meðal félaga kaupfélaganna og að í vasakverinu finnist ýmis-
konar fróðleikur, sem þœgilegt er að hafa við hendina hvenær
hvenœr sem er.
, Ég var fús til að setja kverið saman, þótt ég ef til vill sé farinn
að ryðga i sumum frœðum, en ég hefi notið aðstoðar yngri
manna og sérfrœðinga, sem ég þakka. Að þessu sinni var þó eigi
náð til allra, sem œskilegt hefði verið, því tími var stuttur til
undirbúnings, en komi önnur útgáfa næsta ár, mun verða leitazt
við að bœta úr ágollum og auka við nýjum fróðleik um eitt og
annað. Ég óska og vona að þetta vasakver eigi langa lífdaga
fyrir höndum. og fœri með ári hverju nýtt líf og nýjan fróðleik
gagnlegan fyrir jarðyrkjumenn og bœndur lands vors.
Fagrahvammi í Ölfusi, 1. des. 1938.
S. Sigurðsson.
FormálsorS annarrar útgáfu.
S. í. S. bað mig, í veikindaforföllum Sigurðar Sigurðssonar,
að líta yfir þessa aðra útgáfu Vasakversins. Eins og ástatt var,
áleit ég réttast að gera sem allra minnstar breytingar á kverinu,
én hjá allmiklum tölu og samrœmisbreytingum varð þó ekki
komizt. Ásgeir Jónsson frá Tröllatungu hefir mest unnið að
þessum lagfœringum, og prófarkalestri.
Reykjavík, 20. nóv. 1939.
Árni G. Eylands.