Vasakver : með almanaki fyrir árin 1939-1943 - 01.01.1940, Blaðsíða 57
57
svo hsegt sé að taka þá út og líta eftir jarðeplunum. Þetta er
hin bezta geymsla á jarðeplum, hafi menn þurra og kalda kjall-
ara eða annan stað, má geyma jarðeplin þar, en bezt er að
geyma þau í kössum, sem fyrr er sagt.
Nœpur. Næpum er sáð í garðinn snemma á vorin. Þær vaxa
mjög fljótt. Góð afbrigði eru: Amerískar flatar og Gold Ball.
Gulrœtur. Gott gulrótaafbrigði er Nantes hálflöng, Bezt er að
sá gulrótum snemma á vorin í beð (120 cm.). Þeim er sáð í 5 raðir
og grisjað síðar svo 8 cm. bil verði í röðunum. Gulrætur eru
ágætar til fæðu.
Spínat (spinacia oberacea L.) vex um alla Norður-Evrópu, á
Grænlandi, og hér um land allt. Spínat er mjög auðvelt að
rækta, það þarf stuttan vaxtartíma, 1—2 mánuði, og þarf því
að sá því 2—3 sinnum á sumri, svo að ætíð sé nóg af nýju
spínati. Spínat þrífst bezt í moldarjarðvegi, sem er rakur. Það
þarf nýjan áburð. Það þarf að vera ræktað í skjóli. Af spínati
eru blöðin notuð til matar. Þau eru næringarrík og í þeim er
mikið af vitamínum og svo kalk, fosfor og járn.
Spínat er talin ljúffeng og holl fæða. Spínat og grœnkál á
aö rækta í öllurn jöröum á landinu. Það eru jurtir, sem geta
náð sæmilegum vexti hvernig sem árar.
Auk þeirra matjurta, sem nú hafa verið nefndar, má rækta
hér í görðum: rauðrófur, hreðkur, salat, karse, kjörvel, per-
sille, lauk, rabarbara og fleira. Um ræktun þessara jurta er að
finna í garðyrkjubókum. Þær þarf hver maður að eiga og lesa.
Kornyrkja. í góðum árum er hægt að rækta hér í hinum veð-
ursælustu byggðum landsins, bygg hafra og rúg. Af þessum
korntegundum er sáð í gl. af byggi og höfrum 20 kg., rúg 16 kg.
Uppskeran getur verið allt að 200 kg.
TRJÁ- OG RUNNARÆKT.
Eftir Hákon Bjarnason.
Trjálundir ættu að rísa við hvert heimili. Unaður sá, er þeir
veita, og prýði sú, sem af þeim er, verður tæplega ofmetið.
Trjálundir ættu aldrei að vera framan við húsin en öðru hvoru
megin við þau eða jafnvel að húsabaki, þannig að þeir skýli
húsunum, en húsin eigi þeim.
Til þess að góðum árangri sé náð í trjárækt, þarf fernt:
1. Vel girt land. 2. Hraustar og harðgerðar trjáplöntur. 3. Næg-