Vasakver : með almanaki fyrir árin 1939-1943 - 01.01.1940, Qupperneq 71
71
allt fé sitt gegn bráðafári, sem hafa ekki gert það fyrr að
haustinu.
Takið hrúta til hýsingar ekki síðar en um vetumætur. Vigtið
a. m. k. nokkrar ær en helzt allt féð fyrir miðjan okt.
Annars er nauðsynlegt að láta féð hafa sem mest næði um
þetta leyti og smala því aldrei að óþörfu, eftir að sláturtíð og
fjárskilum er lokið.
Vetri snemma, sem stundum kemur fyrir á Norðurlandi, þarf
að taka féð til hýsingar og byrja að gefa því fyrir októberlok.
NÓVEMBER. Látið féð ekki liggja úti lengi fram eftir þess-
um mánuði, nema helzt á þeim býlum, þar sem land er mjög
kjarngott og skjólasamt. Hýsið féð ekki of lengi án þess að gefa
því. Notið beitina vel en gefið með henni dálítið af síldarmjöli
eða góðu heyi. Vigtið féð um miðjan þennan mánuð. Hafi það
léttzt frá hausti, þarf að auka við það gjöf.
DESEMBER. Gefa þarf öllu fé inn ormalyf í þessum mánuði,
ef það hefur ekki verið gert í nóv.
Það þarf að svelta féð heilan sólarhring áður en því er gefið
inn ormalyfið og gefa því svo ekkert fyrr en næsta dag. Þá skal
ekki gefa meira en hálfa gjöf og gefa aðeins lítið í senn þann
dag. Næstu daga þarf svo að smá auka gjöfina, svo að full
gjöf verði gefin að 6 dögum liðnum frá því fénu var gefið inn.
Það er óhætt að beita fé frá því liðinn er einn sólarhringur
frá inngjöf, en varast þó að láta það standa lengi á beit fyrstu
dagana og forðast að beita því þá á kvist eða í fjöru.
BöSun. Oft fæst ekki heppilegri tími, til þess að baða féð en
um miðjan des. Vetrarböðun er að vísu alltaf slæm. Henni fylgir
hætta á að fénu ofkólni, fái lungnabólgu o. fl. kvilla. Best væri
að baða féð nýrúið á sumrinu, ef aðstaða leyfir það.
Gæta þarf varúðar við böðun. Best er að fylgja leiðarvísum
þeim, er baðlyfjunum fylgja og nota ekki nema eina baðlyfs-
tegund í senn.
Coopers duftið er eitthvert öruggasta baðlyfið, sem fáanlegt
er, einkum til útrýmingar kláða.
Baðið féð úr ilvolgu vatni en ekki mjög heitu. Því heitara
sem baðið er, þvi hættara verður fénu við ofkólnun á eftir.
Gætið þess að allar kindurnar verði rækilega bjórvotar.
Beitið ekki nýböðuðu fé að vetrarlagi fyrr en það er orðið
vel þurrt á lagðinn.