Vasakver : með almanaki fyrir árin 1939-1943 - 01.01.1940, Page 44
44
Tilraunastöðin á Sámsstöðum í Fljótshlíð, stofnuð 1927. Gerir
tilraunir með grasrækt, komyrkju, áburð o. fl.
Tilraunastöð Búnaðarfélags íslands á Laugarvatni, gerir til-
raunir með garðrækt.
DÝRALÆKNAR.
Þeir eru þessir: Hannes Jónsson, Reykjavík, ráðunautur
stjórnarinnar í búfjársjúkdómum. Sigurður Einarsson Hlíðar,
Akureyri. Ásgeir Einarsson, á Héraði. Ásgeir Ólafsson, Borg-
arnesi. Jón Pálsson, Selfossi, Árnessýslu. Bragi Steingrímsson,
ísafirði.
BÚREIKNINGASKRIFSTOFA RÍKISINS.
Stofnuð 1936. Tilgangur hennar er að leiðbeina bændum um
færslu búreikninga. Hún gerir reikningana upp, samræmir þá
og birtir útdrátt úr þeim. Formaður skrifstofunnar er Guð-
mundur Jónsson, kennari á Hvanneyri.
BÆNDASKÓLARNIR.
Bændaskólarnir voru stofnaðir 2 hér á landi, með lögum 1905.
Skyldi annar vera á Hvanneyri, hinn á Hólum í Hjaltadal. Síðan
hefir þessum lögum verið breytt að nokkru, síðast árið 1938. Báðir
eru skólarnir ríkisskólar. Tilgangur þeirra er að veita bænda
efnum nauðsynlega sérþekkingu til undirbúnings stöðu þeirra.
Á skólajörðunum eru rekin fyrirmyndarbú, kennslan er bókleg
og verkleg. Námstíminn er 1% ár og taka nemendur próf að
loknu námi.
Hólar í Hjaltadal. Þar var stofnaður búnaðarskóli 1882, sem
síðar var breytt í bændaskóla 1907. Skóla- og bústjóri er Kristján
Karlsson.
Hvanneyri. Þar var stofi.aður búnaðarskóli 1889, sem síðar
breyttist í bændaskóla 1907. Skóla- og bústjóri er Runólfur
Sveinsson.
GARÐ YRK JU SKÓLI.
Garðyrkjuskóli ríkisins á Reykjum í Ölfusi veitir sérfræðslu í
garðyrkju, bóklega og verklega. Hann starfar í tveimur deildum.
Námið hefst 1. apríl. Námstími 2 ár. Beiðnir um inntöku í skól-
ann sendist forstöðumanni fyrir lok desembermánaðar ár hvert.
Skólastjóri er Unnsteinn Olafsson.