Vasakver : með almanaki fyrir árin 1939-1943 - 01.01.1940, Qupperneq 80
80
kostnaðarverð húsanna áður en þér ráðist í framkvæmdir, svo
tryggt sé að íyrirtækið verði viðráðanlegt. Teiknistofa landbún-
aðarins, sem er í Búnaðarbanka íslaiids í Reykjavík. gerir upp-
drætti að allskonar húsum fyrir bændur landsins. Munið að það
er skilyrði fyrir veitingum lána og styrkja, að teiknistofan hafi
fyriríram samþykkt eða gert uppdrætti að þeim byggingum, sem
styrktar eru eða lánað til.
NÆRINGARGILDI NOKKURRA MATVÆLA.
í matvælum eru næringarefnl, sem eru nauðsynleg fyrir nær-
ingu manna. Þeim má skipta í 6 flokka:
1. Vatn.
2. Eggjahvíta.
3. Fita.
4. Kolvetni.
5. Málmsölt.
6. Vitaminer (bætiefni).
Vatn er hér um bil % af þunga líkamans, daglega skiptir lík-
aminn um 2—3 lítra af þvl.
Eggjahvita er aðalefni 1 öllum vöðvum og líffærum líkamans.
það er nauðsynlegt til þroska og endurbóta á eyddum efnum.
Þörf fyrir eggjahvítu er álitin vera 1 gramm fyrir hvert kiló af
líkamsþunganum daglega, i gramm af eggjahvítu myndar 4.1
hitaeiningar.
Fita er í líkamanum sem forðanæring og blönduð með vefunum,
fitan myndar orku í líkamanum, 1 gramm er 9,3 hitaeiningar,
þörf fyrir fitu er talin að vera 70 til 100 grömm daglega.
Kolvetni. Af þeim er lítið eitt í blóði og vefjum líkamans. Af
kolvetnum gefur sterkja og sykur orku, 1 gramm myndar 4,1
hitaeiningar. Dagleg þörf er talin að vera 3—600 grömm.
Málmsölt eru aðallega í beinum, vefum og vöðvum líkamans,
þau eru nauðsynleg fyrir þroska og til að endurbæta eydd efni.
Það eru til ýms málmsölt, þýðingarmest er kaleium, fosfór og
járn. Þessi efni vanta oft í fæðuna. Kalk er aðalefni í beina-
grindinni Það er talið að af því þurfi % gramm daglega. Börn
nokkru meira. Fosfór er í beinum og öðrum hlutum líkamans.
Af því þarf 1—3 grömm daglega fyrir fullorðinn mann, en nokkuð
meira handa börnum. Jám er í blóði og vöðvum, þörfin er tahn
að vera 15 mg. daglega.