Vasakver : með almanaki fyrir árin 1939-1943 - 01.01.1940, Blaðsíða 54
54
HEYSKAPUR.
AUar jurtir eru næringarríkastar á sínu fyrsta þroskaskeiSi.
'Þessvegna er bezt að slá snemma, þá fæst næringarríkara og
betra hey. Öll heyvinnuáhöld þurfa að vera vel úr garði gerð,
orf og hrífur er nú farið að nota úr aluminium; þau þykja betri
en þau áhöld, sem áður hafa tíðkazt. Sláttu-, rakstrar- og
snúningsvélar, svo og hey-ýta og góð flutningatæki (vagnar>
gera heyvinnuna sem leik hjá því sem áður var og afköstin verðá
margföld. Allir bændur þurfa að stefna að því, að geta hagnýtt
sér þessi verkfæri, annaðhvort í félagsskap eða sem einstaklingar.
BEIT.
Til þess að búfé þroskist vel á sumarhögum og gefi afurðir,
þarf það að hafa góða sumarhaga. Beztir sumarhagar eru á
valllendi eða þar sem er kvistur. Mýragróður er oftast lélegt
beitUand. Mýrum má hinsvegar breyta í valllendi með því að
ræsa þær. Gróðurinn má auka á beitilandi með framræslu og
með því að bera á tilbúinn áburð. Þetta tíðkast erlendis en hefir
vart verið reynt hér.
Fóðurrófur þrífast vel hér á landi. Þeim er sáð í raðir með 60
cm. bili og grisjað í röðunum svo 20—30 cm. verði milli plantn-
anna. Fóðurrófur þrífast vel i ný-yrktri jörð sem vel er borið á.
Gott er að rækta þær þar í 2—3 ár, þann tíma er illgresið við-
ráðanlegt. Fræ á gl. þarf 0,5 kg. Af fóðurrófnategundum ráðum
vér til að rækta:
Östersundom, vex fljótt, er rauðleit að ofan. Fyens Bortfelder,
þær eru langar og geymast vel.
Beztar upplýsingar um nýyrkju er að finna í ársriti Ræktunar-
félags Norðurlands.
MEÐALUPPSKERA Á GL.
Tegund: í kg. kg. í fóðurein. Fóðuréin.
Taða 400 2 200
Úthey, flæðiengi 200 2 100
Uthey, engjar 100 5,5 40
Korn 200 1 200
Hálmur 400 3 133
Fóðurrófur 4000 12 333
Fóðurrófur, blöð 1200 12 100
Jarðepli 2000 4,5 444
Fóðurmergkál 5000 9 555