Vasakver : með almanaki fyrir árin 1939-1943 - 01.01.1940, Blaðsíða 42
42
aðarfélaga sem nú hafa verið nefnd og vinna að alls konar bún-
aðarumbótum, hafa verið stofnuð félög, sem hafa sérstök verk-
efni. Af þeim má nefna:
Nautgriparæktunarfélög. Hið fyrsta þeirra var stofnað 1903,
nú eru þau 98. Nær % kúaeigenda er í þessum félögum.
Hrossaræktarfélög. Hið fyrsta þeirra var stofnað 1904. Nú eru
þau 51.
Fóðurbirgðafélög. Hið fyrsta þeirra var stofnað 1902. Nú eru
þau ca. 60 og fer ört fjölgandi.
Sauðfjárræktarbú. Hið fyrsta þeirra var stofnað í Suður-Þing-
eyjarsýslu árið 1897; nú eru þau 8.
MJÓLKURBÚ:
Mjólkursamlag Kaupfélags Eyfirðinga. Stofnað 1927. Mjólkur-
magn 1938: 3,107 milj. kg.
Mjólkurbú Flóamanna. Stofnað 1928. Mjólkurmagn 1938 : 5,850
milj. kg.
Mjólkurbú Ölvesinga. Stofnað 1928. Mjólkurmagn 1938: 0,419
milj. kg. (Hætti að starfa í júlí það ár).
Mjólkursamlag Borgfirðinga. Stofnað 1932. Mjólkurmagn 1938:
1,884 milj. kg.
Mjólkursamlag Kaupfélags Skagfirðinga. Stofnað 1934. Mjólk-
urmagn 1938: 0,513 milj. kg.
Mjólkurstöðin í Reykjavík. Byggð 1930. Mjólkurmagn 1938:
4,553 milj. kg.
Mjólkurbú Hafnarfjarðar. Stofnað 1937. Mjólkurmagn 1938:
0,474 milj. kg.
Rjómabú var fyrst stofnað árið 1900. Flest urðu þau 1906, eða
34. Nú eru starfandi 4 rjómabú og smjörsamlög: Baugstaða-
rjómabúið, Rjómabúið á Brúum í S.-Þing., Rjómabú Kaupfélags
Vestur-Húnvetninga á Hvammstanga og Smjörsamlag Kaupfé-
lags Hvammsfjarðar í Búðardal.
Mjólkursamsalan í Reykjavík. Stofnuð 1935. Starfssvæði henn-
ar nær yfir Mjólkursamlag Borgfirðinga, Mjólkurstöð Reykja-
víkur, Mjólkurbú Hafnarfjarðar og Mjólkurbú Flóamanna.
Sala 1938: Mjólk 5,357 millj. lítrar, rjómi 0,216 millj. lítrar, skyr
0,254 milj. kg.