Vasakver : með almanaki fyrir árin 1939-1943 - 01.01.1940, Qupperneq 78
78
ára og verða byggingamar ásamt jörðunum að vera trygging
fyrir þeim lánum. Af þessum ástæðum gera lánsstofnanir mjög
harðar kröfur um það, að byggingamar séu traustar og ending-
argóðar, og skiptir það mjög miklu máli, að steinsteypan sé úr
traustum efnum, rétt blönduð og rétt með farin. Hirðuleysi 1
þessum efnum og smávægilegur sparnaður getur valdið því að
hús, sem hefðu að öðru leyti haft alla möguleika til þess að
vera hin bezta bygging, verða ómynd og hrörna langt um aldur
fram. Óvandvirkni getur einnig svift menn möguleikum til þess
að verða byggingarlána eða byggingarstyrkja aðnjótandi.
Steinsteypa.
Hefjið aldrei byggingu neins húss, án þess að hafa aflað yður
fyrst allra nauðsynlegra íslenzkra byggingarefna, svo sem möl
og sand. grjót, þurrt torf o. s. frv. Mölin og sandurinn verða
ætíð að vera aðskilin og síðan blandað saman í réttum hlutföll-
um, án þess er ómögulegt að fá góða steypu.
Gætið þess að steypuefnið sé hreint, að það sé ekki blandað
mold og leir, móbergi, móhellu eða öðrum mjúkum og molan-
lcgum efnum. Steypið ætíð prófstein úr steypuefninu. Það er oxt
aikil áhætta að byggja úr því heilt hús að óreyndu
jieypuefnin verða að vera af réttum kornastærðum, rr.clin
''iæfilega gróf og sandurinn hæfilega fíngerður. Ef mölin er of
,róf, leggst steypan illa í mótin og verður holótt. Ef sanduriiin
rr of grófur verður hún hrjúf, sementið rennur brott með vatn-
rnu þegar hún er hrærð eða sett i mótin og steypan verður
úsin og óþétt.
ódýrastir verða þeir veggir, sem hlaðnir eru úr steinum.
Steinasteypan verður þó að hafa farið fram áður en byrjað er
:-:ð byggja. Steinamir eru steyptir í mótum. Steypublandan er
l : 7 og ekki notað meira vatn en svo að steypuefnið verði gegn-
■akt. Því er þjappað vel í mótin með þar til gerðum áhöldum.
Steinarnir eru teknir úr mótunum 10—15 mínútum síðar.
Tvöfaldir steinveggir, steyptir að þurru torfi og í mótum, eru
næstir hlöðnum steinveggjum að dýrleika. Hvor veggur verður
þá að vera 11 cm. að þykkt, en torfið í miðjunni 18 cm. Torfið
er lagt tvöfalt og á rönd og það verður að vera gegnþurrt og
má ekki vera hart, og ekki sendið eða leirrunnið. Steypublanda
í tvöföldiun veggjum er höfð 1 : 8 (1 : 3 : 5). — Það er nauðsyn-
legt að hagræða steypuefninu vel í mótunum og að pjakka það