Vasakver : með almanaki fyrir árin 1939-1943 - 01.01.1940, Side 50
50
mætasti ábarður, er til fellst á heimilunum, þarf því að safna
honum og hirða vel.
Sceþörungar. Af þeim rekur feiknin öll við strendur lands vors.
Jurtanærandi efni í þeim eru næsta lík og í búpeningsáburði,
en þó minna af fosfórsýru. Gott er að leggja sæþörunga í safn-
hauga og blanda þá með fiskúrgangi. Sæþörungar eru góður
áburður á graslendi og í rófna- og jarðeplagarða. Það þarf
ætíð að bera sæþörunga á að hausti til, rigningarvatnið þvær
þá úr þeim skaðleg efni (klór).
Fiskúrgangur, svo sem þorskhausar, slóg, svo og smásíld og
ufsi, inniheldur mikið af jurtanærandi efnum og er góður
áburður, einkum í nýyrkt land.
Verðmœt efni í áburði, að mestu eftir islenzkum efnagrein-
ingum:
Tegund áburdar Köfn.e. Fosf.s. 0/0 Kalí o/o pr. smálesi
Köfn.e. Fosf.s. Kalí
Kúaþvag 0.63 0.01 1.36 6.3 0.1 13.6
Kúasaur 0.37 0.13 0.11 3.7 1.3 1.1
Kúamykja, blönduð 0.45 0.08 0.35 4.5 0.8 3.5
Hrossatað 0.55 0.25 0.50 5.5 2.5 5.0
Sauðatað 0.82 0.21 0.90 8.2 2.1 9.0
Hænsnaáburður 1.60 1.50 0.85 16.0 15.0 8.5
Salernisáburður 0.70 0.25 0.20 7.0 2.5 2.0
Sæþörungar, nýir 0.50 0.10 0.60 5.0 1.0 6.0
Þari, hálfrotnaður 0.18 0.15 0.43 1.8 1.5 4.3
Þari, mikið rotnaður 0.24 0.22 0.75 2.4 2.2 7.5
Mómold 0.80 0.03 8.0 0.3
Smásíld 2.80 1.10 28.0 11.0
Síldarslóg 2.60 1.20 26.0 12.0
Þorskhausar, nýir 2.80 3.80 28.0 38.0
Grútur, pressaður 4.30 1.00 43.0 10.0
Grútur, blóðvatn 1.43 0.20 0.15 14.3 2.0 1.5
Gömul haugaska 0.66 0.23 6.6 2.3
Nitrophoska 14.00 14.00 18.00 140.0 140.0 180.0
Tafla þessi sýnir innihald af verðmætum efnum, köfnunar-
efni, fosfórsýru og kalí og verður að miðast við þau, þegar um
notkun þessara áburðartegunda er að ræða.