Vasakver : með almanaki fyrir árin 1939-1943 - 01.01.1940, Side 53
53
Grastegundir: Snarrótarpuntur vex í hálfrökum jarðvegi, er
sæmileg fóðurjurt. Vingull er oft aðalgrasið á túnum, það
er góð fóðurjurt. Sveifgras er annað aðalgrasið á túnunum,
en þarf nokkuð rakari jarðveg. Fóðurfax er hávaxin grasteg-
und, þrífst í þurrum og sendnum jarðvegi. Allgóð fóðurjurt.
Háliðagras, það er fljótvaxið, sprettur fyrr en flestar aðrar gras-
tegundir. Lingresi, það er fíngerð og góð fóðurjurt. Vex bezt í
fremur raklendum jarðvegi. Vallarfoxgras er góð fóðurjurt, en
þarf næringarríka og hæfilega raka jörð. Fræið spírar mjög vel.
Af hinum nefndu tegundum eru til nokkrar tegundir eða af-
birgði af hverju, sem eru mismunandi að gæðum. Um það
verður eigi rætt hér.
Belgjurtir. Hvítsmári vex víða hér á landi, bæði í túnum og
utan túns. Það er ágæt fóðurjurt. Hann þolir illa að standa
í skugga af öðrum jurtum. Verður því að slá snemma til að
auka hann. Alsikusmári er sænsk smárategund, þroskameiri en
hvítsmári. Hann vex bezt í nokkuð rökum jarðvegi. Umfeðmingur
er hin bezta fóðurjurt sem vex hér á landi. Hann vex bezt í
myldnum jarðvegi.
Af þeim fóðurjurtum, sem nú hafa verið taldar, eru búnar til
grasfræsblandanir. Þær eiga að vera samsettar eftir jarðvegs-
og vaxtarskilyrðum. Vér ráðum til að nota eftirfarandi gras-
fræsblöndu. Hún er miðuð við garðland, í kg.
Jarðvegur:
Holt og harðvelli Þurr mýrajarðvegur
Háliðagras 0,5 1,5
Vallarfoxgras 1,5 1
Sveifgras 0,5 0,5
Vingull 0,5
Fóðurfax 0,5
Língresi 0,5
Hvítsmári 0,5
Alsikusmári 0,5
Umfeðmingur 0,3
Samtals 4,3 4
í græðisléttur, sem gerðar eru á túnum, er gott að sá um 2 kg.
af vallarfoxgrasi.