Vasakver : með almanaki fyrir árin 1939-1943 - 01.01.1940, Page 46
46
LÁNSSTOFNANIR, SEM LÁNA BÆNDUM FÉ.
Landsbanki íslands, stofnaður 1885. Lánaði fyrr á tímum
nokkuð til landbúnaðarframkvæmda, en hefir nú á síðari árum
nær eingöngu bundið lánastarfsemi sína við útgerð og verzlun.
Veðdeild Landsbankans, stofnuð árið 1899, lánar gegn fyrsta
veðrétti í jörðum og húsum á löggiltum verzlunarlóðum. Fyrstu
flokkar Veðdeildarinnar voru að langmestu leyti lánaðir út gegn
veðum í jörðum víðsvegar um landið, enda annaðist bankinn
þá sölu bréfa Veðdeildarinnar í nafnverði. En á síðari árum
hefir dregið mjög úr þessu, og má þar einkum um kenna, að
bændur hafa ekki séð sér fært að nota sér lán þessi sökum
hinna miklu affalla við sölu á bréfum deildarinnar.
Söfnunarsjóður íslands var stofnaður 1888. Lánaði hann áður
fyrr all-mikið gegn tryggingum í jörðum, en á síðari árum er
þeirri lánastarfsemi að fullu hætt og bindur nú sjóðurinn fé sitt
eingöngu í kaupum á ýmsum verðbréfum.
Búnaðarbanki íslands var stofnaður með lögum 14. júní 1929.
Við stofnun bankans runnu inn í hann Ræktunarsjóður og
Byggingar- og landnámssjóður, sem áður voru stofnaðir. Bank-
inn er nú rekinn í þremur höfuð-deildum: Byggingarsjóður,
Ræktunarsjóður og Sparisjóðs- og rekstrarlánadeild. Búnaðar-
bankinn er ríkiseign og ber það ábyrgð á öllum skuldbindingum
hans.
Nýbýlasjóður var stofnaður 1936. Veitir hann lán til stofnunar
nýbýla í sveitum, og einnig styrk. Sjóðurinn stendur undir sér-
stakri stjórn og hefir sú stjórn einnig með höndum úthlutun
styrks úr ríkissjóði til endurbygginga sveitabæja, samkvæmt
lögum þar um frá 13. júní 1937.
Ýmsir sparisjóðir, víðsvegar um land, eiga fé sitt að miklu
leyti bundið í lánum til bænda, bæði veðlánum, ábyrgðarlánum
og víxlum.
NOKKUR LANDBÚNAÐARLÖG.
Hér verða aðeins talin nokkur hin markverðustu lög viðvíkj-
andi búnaði. Að þessu sinni höfum vér eigi séð oss fært að skýra
frá efni þeirra. Lög þessi er hægast að finna í lagasafninu Gild-
andi lög íslands 1931 og síðar í Stjórnartíðindum. í gildi eru
enn ýms ákvæði Jónsbókar (1281) viðvíkjandi búnaði. Þetta
verður eigi talið hér, aðeins nokkur lög frá seinni tímum: