Vasakver : með almanaki fyrir árin 1939-1943 - 01.01.1940, Síða 56
56
afbrigði af gulrófum eru íslenzkar af gömlum stofni, gauta-
gulrófur og rússneskar gulrófur. Gulrófur eru látnar vaxa í
röðum með 60 x 30 cm. bili.
Jarðepli. Jarðeplin eru þýðingarmest allra matjurta sem hér
eru ræktaðar. Til neyzlu þurfa menn að hafa sem næst 2 tn. á
mann. Um ræktun þeirra skulu nefnd nokkur atriði. Jarðepli
þrífast bezt í sendnum jarðvegi, beztur áburður fyrir þau er
hrossatað eða sauðatað, kúamykju og sæþörunga má einnig nota.
Með sæþörungum og mykju er gott að bera á superfosfat um
60 kg. á gl. Af garðáburði þarf að bera á um 120 kg. Hér á
landi hafa verið reynd fjöldi jarðeplaafbrigða og er vandi um
að segja hvert þeirra er bezt Um það vantar ítarlegar tilraunir.
Hér skal bent á nokkur afbrigði, sem vel hafa reynzt. Af fijót-
vöxnum afbrigðum hafa Rosen og íslenzkar rauðar reynzt einna
beztar. Nokkuð seinvaxnari eru Marius, Up to date, Kerr’s Pink
eða Eyvindur, en lengstan vaxtartíma þarf Alpha, en sem gefur
mesta og bezta uppskeru, þar sem skilyrði eru góð. Mörg fleiri
afbrigði hafa verið ræktuð, en vér látum þetta nægja.
Jarðeplaútsæðið á að vera sem jafnast. 30—40 grömm á þyngd.
Til spírunar á að setja jarðeplin 3 vikum áður en þau eru sett
niður. Þau eiga að liggja í lögum á hlýjum og björtum stað, þá
verða spírurnar sterkari. Til útsæðis þarf um 200 kg. í gl. Jarð-
epli er bezt að setja í raðir með 60—70 cm. bili á milli raða og
20 til 30 cm. bili í röðunum. Hreykja þarf að jarðeplunum þegar
grasið er 10—15 cm. hátt og losa moldina, nema burtu allt ill-
gresi og strá litlu einu af saltpétri í kring um hvert gras. Jarð-
eplin þarf að taka upp áður en frost koma að mun, bezt er að
gera það í þurru veðri, þarf þá eigi að þurrka þau frekar. Jarð-
epli þarf að geyma á köldum (2—4° Celcius) og þurrum stað.
Beztur geymslustaður er jarðkjallari, byggður í þurrum hól.
Veggina má steypa úr cementssteypu, en þekja með járni, færa
síðan mold að veggjunum og yfir þakið, svo það verði allt að
% meter á þykkt. Yfirborðið er síðan þakið með þökum, húsið
lítur þá út sem grasi gróinn hóll, strompar þurfa að vera á
kofanum og tvöfaldur dyraumbúnaður. Stærð hússins fer eftir því,
hve mikið geyma skal. Bezt er að geyma jarðepli í flötum kössum.
Þeir eru gerðir úr skífum. Botninn er með rifum milli borðanna.
Innanmál kassanna sé: lengd 95, breidd 50 og dýpt 18 cm. og
rúma þeir þá um 50 kg. af jarðeplum. Við vegg er sett rimla-
grind, þar sem hægt er að raða kössunum. Á þeim er handfang