Vasakver : með almanaki fyrir árin 1939-1943 - 01.01.1940, Side 64
64
2) Afurðafóðrið er misjafnt og fer eftir mjólkurmagninu og
því hve feit mjólkin er. Ennfremur eftir styrkleika meltingar-
færanna, en af því leiðir að kýr nota sama fóður misvel.
3) Sé þungi og fitumagn mjólkurinnar þekkt, má finna hvað
meðalkýrin þarf í afurða- og viðhaldsfóður eftir töflu þeirri, er
birt er á bls. 66. I fremsta dálki er fituprósentan hlaupandi
á 0.2%, en út undan henni dagsnytin í kg., og sést þá
niðurundan nythæðinni, hve kýrin þarf mikið fóður yfir daginn.
Dæmi: Pitumagnið er 3,5 og dagsnytin 10 kg. í fjórðu línu er
fitan 3.4—3.6 og í þeirri línu er talan 9.5 í sjötta og 10.8 í
sjöunda dálki. Niður undan sjötta dálk stendur 7, og sjöunda 8 og
þarf því þessi kýr milli 7 og 8 kg. töðu á dag í afurðafóður, auk
7 kg. til viðhalds, eða alls 14—15 kg. eins og tölurnar neðst í
sjötta og sjöunda dálk sýna.
Dæmi: Fitan í mjólkinni reynist 3,1% og kýrin mjólkar 20 kg.
á dag. Að fóðurþörf þessarar kúar ber að leita svo á töflunni.
Fitan 3.00—3.20 er í annari línu, í þeirri línu er nythæðin næst
20 í þrettánda dálki, en niður undan honum sézt að kýrin þarf
á dag 15 kg. af töðu og að auki 3 kg. af fóðurbæti, eigi hún að
geta haldið nytinni á sér.. Töfluna má líka nota til þess að átta
sig á hvort kýr skilar eðlilegri nyt, miðað við það, sem henni er
gefið, en geri hún það ekki, má ætla að eitthvað sé að og þarf
þá að athuga hvað það er og laga það.
Öll er taflan miðuð við það, að taðan sé góð.
4) Stórar kýr þurfa meira viðhaldsfóður en litlar, og 7 kg. eru
miðað við 350 kg. þunga, en það er sem næst meðalþungi á okkar
kúm. Kýr í köldum fjósum þurfa meira viðhaldsfóður, en kýr.
sem eru í hlýjum, loftgóðum fjósum, (14—18° C.). Hirðingin
hefir áhrif á viðhaldsfóðrið þannig, að sé hún mjög slæm, verður
það meira.
5) Sjöundi og áttundi dálkur töflunnar eru prentaðir með
breyttu letri. Kýr, sem mjólka þá nyt er þar stendur, með til-
svarandi fitu, eru kýr sem vafamál er hvort þurfi að gefa
fóðurbæti til viðbótar töðunni eða ekki. Öllum þeim kúm, sem
mjólka þá nyt, sem framar er í töflunni, þarf ekki að gefa
fóðurbæti, en þeim sem mjólka þá nyt, sem aftar er, þarf að gefa
fóðurbæti, eigi þær að halda eðlilega á sér nytinni og sýna
eigendum sínum fullt gagn og arð.
6) Sé kúnni ekki gefið yfir 3—4 kg. af fóðurbæti á dag, þá
er bezt að gefa henni blöndu af síldarmjöli (%) og maís (%),