Vasakver : með almanaki fyrir árin 1939-1943 - 01.01.1940, Blaðsíða 45
45
HÚSMÆÐRASKÓLAR.
Tilgangur þeirra er að veita ungum stúlkum fræðslu til undir-
búnings húsmæðrastöðunni, svo sem í matreiðslu, uppeldisfræði,
ýmiskonar handavinnu o. fl. Þá eru og kennd þar ýms bókleg
fræði. Þessir húsmæðraskólar starfa nú:
Laugum í Reykjadal, stofnaður 1929. Skólastýra er Kristjana
Pétursdóttir.
Hallormsstað, Fljótsdalshéraði, stofnaður 1930. Skólastýra
Sigrún P. Blöndal.
Laugalandi, Eyjafirði, stofnaður 1937. Skólastýra Valgerður
Halldórsdóttir.
Blönduósi, stofnaður 1928. Skólastýra Sólveig Benediktsdóttir.
ísafjarðarkaupstað (Kvenfélagið Ósk) stofnaður 1912. Skóla-
stýra Dagbjört Jónsdóttir.
Staðarfelli á Fellsströnd, pr. Stykkishólm, stofnaður 1929.
Skólastýra Ingibjörg Jóhannsdóttir.
SANDGRÆÐSLA.
Langt er síðan að land vort fór að blása upp og eyðast af
sandfoki, mönnum stóð stuggur af þessu og 1745 gerði danska
stjórnin ráðstafanir til að stöðva sandfok í Vestmannaeyjum.
Síðan var oft talað um að hefta sandfok, en verulegur árangur
af því varð fyrst þá, er sandgræðsla ríkisins tók til starfa 1906.
Það hefir lánazt að stöðva og græða sanda, hvar sem reynt
hefir verið um land allt. Nú eru sandgræðslustöðvar ríkisins um
33.200 ha. og lengd girðinga umhverfis þær 295 km.
Sandgræðslustjóri er Gunnlaugur Kristmundsson.
SKÓGAR.
Skóg- og kjarrlendi alls landsins er talið vera um 80 þús. ha.
Um 2 þús. ha. eru friðaðir. Stórvaxnastir skógar eru á Hallorms-
stað, Vöglum og í Bæjarstað í Öræfum. Eru þeir allir friðaðir.
Önnur helztu friðuð skóglendi eru í Þórsmörk, Þjórsárdal, Hauka-
dal og Ásbyrgi. Stórvaxnir en ógirtir skógar eru t. d. Lundsskógur
og Þórðarstaðaskógur í Fnjóskadal, Yzta-Fellsskógur, Núpsstaða-
skógur o. fl.
Skógræktarstjóri er Hákon Bjarnason.
Skógarverðir: Guttormur Pálsson á Austurlandi, Einar Sæ-
mundsen á Suðurlandi, Páll Guttormsson á Norðurlandi. Á
Vesturlandi hefir enginn skógarvörður verið hin síðari ár.