Vasakver : með almanaki fyrir árin 1939-1943 - 01.01.1940, Qupperneq 63
63
Til þess a't mjólkin geti verið hollt og gott fæðuefni, þarf hún
að vera hrein og eigi blönduð skaðlegum gerlum og efnasamsetn-
ing hennar eigi rýrari en í meðallagi. Til þess að fullnægja þess-
um kröfum, kemur margt til greina. Kýrnar mega eigi vera
haldnar neinum sjúkdómi, er geti smitað mjólkina. Þær þurfa að
hafa gott fóður, því það getur haft áhrif á gæði mjólkurinnar.
Agætar bendingar um fóðrun kúa eru í fóðurfræði Halldórs Vil-
hjálmssonar. A sumrum sækja kýrnar fóður sitt í hagana. Ef þeir
eru grösugir, mest vallendisgróður, er þetta hið ljúffengasta fóð-
ur, sem hefir öll næringarefni sem kýrnar þarfnast og auk þess
ógn öll af vítaminum.
Kýrnar eiga að vera í loftgóðum og björtum fjósum, það þarf
að hirða þær vel, bursta þær og þvo, svo að aldrei sjáist á þeim
fis eða óhreinindi. Mjaltafólk þarf að vera þrifaiegt, í tandur-
hreinum fötum. Þá er búið er að miólka, þarf að bera mjólkina
strax út úr fjósunum og kæla hana. Kælingin þarf helzt aíj
fara fram í rennandi vatni og er áríðandi að kælivatnið nái
lítið eitt hærra upp á mjólkurbrúsana heldur en yfirborð mjólk-
urinnar. Sé þess ekki kostur að hafa rennandi vatn, þá er gott
að nota ísvatn, sé ís fáanlegur til þeirra hluta. Sé hvorugt þetta
fyrir hendi, þá skal reyna að kæla mjólkina í útihjalli, þar sem
brúsarnir eru varðir fyrir sól, en þar sem dragsúgur getur leikið
um þá á alla vegu. Við flutning á mjólkinni og alla meðferð á
mjólkurbúum, þarf að viðhafa hið mesta hreinlæti. Fötur og
mjólkuráhöld skulu ætíð hreinsuð með bursta og kalkvatni, en
að lokum með sjóðandi vatni og síðan sett til þerris. Munið, að
fyrsta flokks mjólkurvörur fást aðeins úr gallalausri mjólk.
Mjólkin er hið ágætasta fáeðuefni, sem hver maður ætti að
neyta af 1—2 lítra á dag. 1 líter af mjólk er talið að samsvari
að næringargildi: 12 eggjum, eða 536 gr. af nautakjöti, eða 1015
gr. af heilagfiski.
í mjólkurfræði Sigurðar H. Péturssonar er að finna mjög góða
fræðslu um allt, sem viðkemur mjólk og mjólkurmeðferð.
Leiðarvísir um fóðrun og hirðingu mjólkurkúa.
Eftir Pál Zophoníasson.
1) Viðhaldsfóður kýrinnar fer eftir stærð hennar, hve langt er
síðan hún hélt fangi, hvernig fjósið er, hirðingin o. fl. Meðal-
stór íslenzk kýr þarf um 7 kg. á dag í viðhaldsfóður, og að auki
eitt til tvö kg. af töðu síðustu 4—5 mánuði meðgöngutímans.