Vasakver : með almanaki fyrir árin 1939-1943 - 01.01.1940, Side 75
75
geng. Þess vegna ættu menn að gæta þess vel, að velja ávalt unga
til lífs undan beztu hænsnunum og einkum er þetta áríðandi
hvað val hananna snertir. Því er öruggast að hafa sérstaka
varpkassa, sem séu þannig útbúnir, að þeir lokist þegar hæna
fer inn í hreiðrið að verpa. Allar hænur þurfa að vera merktar,
t. d. með tölusettum látúnshring á annari löppinni. Þá þarf að
líta eftir varpinu 3—4 sinnum á dag og halda töflu yfir hæn-
urnar og eggin sem þær verpa.
„Hvíti ítalinn" er það hænsnakynið, sem er talið geta orpið
flestum eggjum. En valinn stofn, góð hirða og aðbúð er undir-
staðan undir góða afkomu.
Það er ekki talið borga sig að láta hænsnin verða eldri en
2—3 ára (3 Vz árs, sé um afburða fugla að ræða).
Til þess að eggin frjóvgist, er talið nauðsynlegt að hafa einn
hana með hverjum 15—20 hænum.
Útungunin. Útungunareggin eiga að vera meðalstór, ca. 55—60
gr. Bezt er að þau séu ekki eldri en 3—4 daga gömul. Er eggin
fara að verða eldri en 10—12 daga gömul, er vafasamt að út-
ungun takist. Eggjaskurnið á að vera þykkt, létt og ógall-
að. Á geymslustaðnum þarf að snúa eggjunum minnst einu sinni
á sólarhring, helzt oftar. Skrifið varpdaginn á eggin. Hitinn á
geymslustaðnum þarf helzt að vera 10—15° C.
Bezt er að nota eldri hænur til að unga út, er þá bezt að
hænan liggi fyrst á gerfieggi í nokkra daga, áður en útungunar-
eggin eru látin undir hana.
Hreiðrið er hægt að útbúa í dálitlum kassa, sé þá lok haft
yfir en annar gaflinn tekinn úr. Neðst í kassann er látin rök
mold eða túnþaka á hvolf. Helzt þá rakinn í hreiðrinu, en hann
er eggjunum nauðsynlegur. Þar á ofan er lögð ull, hey, hálmur
eða eitthvað þess háttar.
Meðalhæna ungar út 10—12 eggjum. Pyrstu tvo dagana eiga
hænurnar að fá að liggja í friði, næstu 16 dagana þarf að taka
þær úr hreiðrinu og sjá um að þær nærist.
Útungun hænueggjanna tekur 21 dag. Að kvöldi 21. dagsins
má hreinsa eggskurnið úr hreiðrinu, en hænuna og ungana
liggur ekki á að flytja fyrr en á 23. degi.
Eigi fleiri en ein hæna að unga út, er sjálfsagt að láta þær
allar unga út í einu.
Uppeldi unganna verður einfaldast, er ungarnir fylgja hæn-
unni fyrstu 1%—2 mánuðina. Fyrst sé hænan með ungana höfð