Vasakver : með almanaki fyrir árin 1939-1943 - 01.01.1940, Blaðsíða 60
60
jörðu, jarðeplin verða blaut innan og rotna. Veikin berst með
útsæðinu, breiðist veikin út frá móðurplöntunni eftir spírunum
og inn í nafla ungu jarðeplanna. Getur veikin breiðst út í
görðum á sumrin. Grafið stöngulveik grös upp á sumrln jafn-
óðum og flytjið þau og jarðeplin burtu úr garðinum. Takið aldrei
útsæði undan veikum grösum.
Þriðji þrándur í götu jarðeplaræktarinnar er tigla- og blað-
vefjuveikin. Ljósir smádílar koma á blöðin, þau krumpast eða
vefjast saman. Uppskeran er æt, en lítil. Takið veiku grösin upp
sem fyrst og veljið ekki útsæði undan þeim. Smátt útsæði er
varasamt, ef veikin er í garðinum.
KláðahrúSur gerir jarðeplin Ijót og ódrjúg. Berið stækju
(brennisteinssúrt ammoniak) í kláðagarðinn á vorin, en varizt að
láta kalk, ösku, saur eða stejrpuefni lenda í honum. Kláðinn er
smitandi og getur borizt með útsæði eða t. d. áburðarmold.
Af kál- og rófnakvillum er kálmaðkurinn skœðastur (einkum í
Reykjavík). Kálflugan verpir eggjum sem maðkurinn kemur úr.
Eggin eru örsmá, þó vel sýnileg með berum augum, hvít á lit
og aflöng. Leitið að eggjunum í júní—júlí í moldinni kringum
rótarháls plantnanna og vökvið strax með sublimatvatni (1 gr. í
11. vatns) eða með carbokrimp (2.5 gr. í 1.), ef eggin sjást. Bót er
og að því að strá sóti eða naftalíndufti öðru hvoru í kringum
plönturnar, eða láta naftalín-hringi utan um þær niður við
moldina, og þarf að endurnýja hringana einu sinni eða tvisvar á
sumri. Gegn sniglum er gott að dreifa kalkdufti, blásteinsdufti
eða sóti á moldina.
Höfundur þessarar greinar hefir ritað bók um jurtasjúkdóma.
Hana ættn allir jarðyrkjumenn að eignast og lesa.
Mat jarða- og húsabóta og styrkur.
Samkvæmt jarðræktarlögunum eru allar jarðabætur metnar
árlega af trúnaðarmönnum búnaðarsambandanna, en Búnaðar-
félag íslands hefir yfirumsjón með þessu starfi og endurskoðar
skýrslumar.
Styrkur á ein.
Jarðabætur: Styrkeining kr.
Safnþrær, alsteyptar .................. 1 m3 8.50
Safnþrær, steyptar með járnþaki..... 1 — 5.00
Áburðarhús, alsteypt................... 1 — 7.00
Áburðarhús, steypt með jámþaki...... 1 — 5.00