Vasakver : með almanaki fyrir árin 1939-1943 - 01.01.1940, Blaðsíða 39
39
RÁÐUNEYTI ÍSLANDS.
Það skipa: Hermann Jónasson, forsætis- dóms- og kirkju-
málaráðherra, (einnig búnaðarmál). Stefán Jóh. Stefánsson,
félagsmálaráðherra, (einnig utanríkismál). Ólafur Thors, at-
vinnu- og samgöngumálaráðherra. Jakob Möller, fjármálaráð-
herra og Eysteinn Jónsson viðskiptamálaráðherra.
STJÓRN BÚNAÐARMÁLA.
Landbúnaðarráðherra hefir á hendi æðstu stjóm allra bún-
aðarmála. Búnaðarfélagi íslands er falin framkvæmd ýmsra
laga er varða landbúnað og búnaðarframkvæmdir, t. d. jarð-
ræktarlaga og laga um búfjárrækt, ýmist samkvæmt ákvæðum
viðkomandi laga eða eftir fyrirmælum landbúnaðarráðherra.
BÚNAÐARFÉLÖG OG STOFNANIR.
Búnaðarfélagsskapur er margþættur og hefir það markmið, að
annast allar framkvæmdir viðvíkjandi búnaði.
Hús- og bústjómarfélag Suðuramtsins var hið fyrsta búnaðar-
félag hér á landi, stofnað 1837. Það breytti nafni árið 1873 og
nefndist þá Búnaðarfélag Suðuramtsins. Það hverfur úr sög-
unni þegar Búnaðarfélag Islands var stofnað 1899.
BTJNAÐARFELAG ISLANDS.
Búnaðarfélag Islands er sambandsfélag nærri alls búnaðar-
félagsskapar í landinu og einstaklinga, sem greiða 10 kr. í eitt
skipti fyrir öll í sjóð félagsins, og eru þeir þá taldir félagar. Til-
gangur félagsins er:
1. Að veita aðalforgöngu í starfandi félagsskap bænda til
eflingar landbúnaðinum.
2. Að vera ráðgefandi tengiliður á milli ríkisvaldsins og bænda.
3. Að vinna að þessu með rannsóknum, tilraunum, fjárstyrk
og leiðbeinandi eftirliti.
Stjórn félagsins skipa: Bjarni Ásgeirsson, formaður, Jón
Hannesson og Þ. Magnús Þorláksson. Verk stjórnarinnar er um-
sjón með öllum aðalframkvæmdum félagsins og fjárhag þess.
Búnaðarþing hefir æðsta vald í öllum félagsmálum; það skipa
25 fulltrúar kosnir af bændum með almennum kosningum innan
búnaðarsambandanna. Nú eiga sæti á búnaðarþingi:
Fyrir Búnaðarsamband Kjalarnesþings: Þ. Magnús Þorláks-