Vasakver : með almanaki fyrir árin 1939-1943 - 01.01.1940, Side 67
67
Júgurbólga.
Eftir Jón Pálsson dýralækni.
Júgurbólga er illkynjaður, hættulegur sjúkdómur, sem or-
sakast af því að bakteríur komast í júgrið, áverkar, kæling,
ófullkomnar og harðhentar mjaltir geta einnig valdið júgur-
bólgu. Það er sérstök ástæða til þess að benda á að ófullkomnar
mjaltir á þeim tíma er kýrin er að verða geld orsaka oft júgur-
bólgu eftir burðinn. Það á og verður alltaf að hreinsa kýmar
vel þegar þær eru að geldast. Beztu kýrnar þola oft sama og
engan geldstöðutíma.
Venjulega sýkist aðeins einn kirtill, stundum tveir eða jafnvel
allir, oftar afturkirtlarnir (meiri óhreinindi). Sjaldan verður
júgurbólga að faraldri, en auðvitað geta júgurbólgubakteríurnar
borizt frá einum kirtli til annars og einnig í fleiri kýr í sama
fjósinu, sérstaklega er hætt við því ef sóðalega er að farið. Ef
kýr hefir sýkzt af júgurbólgu, verður ávallt að gæta hreinlætis
til þess að alvarlegt tjón geti ekki af hlotizt.
Júgurbólga lýsir sér þannig, að júgrið þrútnar, verður við-
kvæmt og samtímis breytist mjólkin í veika kirtlinum, oftast
fær kýrin hitasótt, missir lyst og jórtur, geldist og líður sýnilega
illa.
Til þess að eyða bólgunni, eru heitir sápuvatnsbakstrar hent-
ugasta og bezta ráðið. Takið hálfa fötu af heitu vatni (það heitu,
að þið þolið að vinda stykki upp úr því), hreint léreftsstykki og
stangasápu og baðið júgrið (veika kirtilinn) upp úr vatninu,
nuddið júgrið með hægð ofan frá og niður að spenanum; eftir
að hafa baðað júgrið í 15—20 mínútur, er það mjólkað eins vel
og hægt er. Endurtakið böðin og mjaltir á klukkutíma fresti þar
til bólgan er horfin.
Venjulega er hægt að lækna júgurbólgu mjög fljótt, á 12—24
tímum, ef þessi aðferð er notuð og fljótlega hefir verið tekið eftir
að kýrin var að veikjast, ef ekki tekst að lækna júgurbólgu strax,
verður að nota júgurbólguáburð til þess að eyða henni. Varast
skal að láta kulda koma að júgrinu, því er gott að þekja það
með hlýjum ullardúk.
Bezta ráðið til að koma í veg fyrir júgurbólgu, er að gæta
hreinlætis í hirðingu kúnna, júgrin eiga að vera hrein og þurr,
hendur mjaltarans hreinar.
Batni veikin til fulls, fer kýrin aftur að éta og jórtra, eymsl-