Vasakver : með almanaki fyrir árin 1939-1943 - 01.01.1940, Qupperneq 73
73
ormalyfið inn í síðara skiptið. Fylgja skal sömu reglum og
áður er lýst um meðferð fjárins.
MARZ. Úr því að kemur fram í marz, þarf að fara að gæta
þess enn betur en áður, að féð mæti ekki misfellum í hirðingum
og fóðri.
APRÍL. Fóðra þarf féð mjög vel í aprílmánuði, einkum þegar
á hann líður, og sleppa aldrei ám fyrir lok þess mánaðar, nema
í sérlega landkostagóðum fjallasveitum, þegar tíð er einmuna
góð.
MAÍ. Sleppið fé ekki af húsi og gjöf of snemma í þessum
mánuði — ekki fyrr en nægur gróður er kominn.
Verið vel á verði um, að ærnar leggi ekki af síðasta mánuð
meðgöngutímans. Mjög veltur á vorfóðrun ánna, hve vænir
dilkarnir verða á haustin.
Vigtið ærnar síðast í apríl eða snemma í maí, til þess að sjá
hvemig þær fóðruðust síðari hluta vetrar.
Sauðburðurinn. Gætið fjárins vel um sauðburðinn. í byrjun
sauðburðar þarf að taka ull frá júgri á tvævetlum. Farið til
fjárins á hverjum degi, helzt tvisvar á dag. Bókfærið jafnóðum
og hver ær ber, fæðingardag lambsins, kyn og önnur einkenni.
Merkið lömbin a. m. k. undan betri ánum með einstaklingsmerki
(aluminium lambamerki í eyra).
Ef tvílembingar eða móðurleysingjar eru til, þegar ær missa
lamb sitt, skal venja þá undir þær, ef mjólkin í þeim ám, sem
misstu, virðist óskemmd.
Hafið það hugfast að ársarður af þeim ám, sem missa lamb
sitt, vegna vanhirðu um sauðburðinn, er að mestu glataður.
Mjólkið þær ær, sem leyfir mjög í. Þrengið ekki um of að
ánum um sauðburðinn með því að hafa þær til lengdar í
þröngum girðingarhólfum.
JÚNÍ. Látið féð hafa eins gott næði og frelsi í högum eins
og unnt er í þessum mánuði.
Rýið hvorki geldfé né ær of snemma. Sé kuldatíð um rúningu
eða skömmu eftir, þá geldast ærnar og afleiðingar þess koma
fram í ríkum mæli á lömbunum á haustin.
Bólusetjið lömbin áður en féð er rekið á fjall, þar sem hætta
er á að bráðapest geri snemma vart við sig á haustin.
Rekið féð til afréttar strax að lokinni rúningu.
HALDIÐ NÁKVÆMAR ÆRBÆKUR.
Halldór Pálsson.