Vasakver : með almanaki fyrir árin 1939-1943 - 01.01.1940, Side 72
72
Gefið fénu mjög vel fyrst eftir böðun, því að oft tekur það
allmjög að sér við það hnjask.
Verði kláða vart í fénu, þarf að baða tvisar með 7—14 daga
millibili, að hvorugum deginum meðtöldum. 10.—12. dagur eftir
fyrri böðun er heppilegastur fyrir síðari böðun.
Ef baðað er að vetrinum, ætti aldrei að draga það lengur en
fram að mánaðarmótum janúar og febrúar.
Fengitíminn. Víða á landinu er byrjað að hleypa til ám
einhverntíma í síðari hluta desember, en þar sem síðast er
hleypt til ekki fyrr en í janúarbyrjun.
Aldrei ætti að sleppa hrút í ær, heldur halda hverri á.
Þar sem fleiri en einn hrútur er á bæ, skal nota lélegasta
hrútinn, til þess að leita að hvaða ær ganga þann og þann
daginn, en nota þann hrút handa fáum ám. Svo á að velja
ærnar heppilega handa hverjum hrút. Velja beztu ærnar handa
bezta hrútnum o. s. frv. og forðast nána skyldleikarækt eftir
megni.
Skrifa skal í ærbók, hvenær hver ær fær, og við hvaða hrút.
Hrútana má nota handa mun fleiri ám sé ánum haldið en ef
hrútunum er sleppt í þær.
Lambhrúta má nota handa 10—15 ám og ef til vill fleiri, ef
nauðsyn krefur. Veturgamla handa 30—50 ám og eldri hrúta
handa 60—120 ám.
Notið gömlu, góðu og reyndu hrútana handa sem flestum ám.
Ef hrútum er slept í ær, er það þó það minnsta, sem bóndinn
verður að gera, er að velja beztu ærnar í það húsið, sem bezti
hrúturinn er látinn í, o. s. frv.
Gangi ær og hrútar laust úti um víðavang, þá ná venjulega
rýrustu og verstu hrútarnir flestum ánum, en þeir þungfæru
og vænu fáum og stundum engum. Þá veljast og jafnt betri
ærnar til versta hrútsins eins og þess bezta.
Bændur, sem sleppa hrútum í ærnar óflokkaðar, gera leik til
þess að fyrirbyggja af fremsta megni, að sú litla viðleitni, sem
sumir þeirra sýna þó fjárræktinni, með því að velja betri lömbin
til lífs og kaupa einstaka sinnum kynbótahrút, komi að gagni.
JANÚAR. Um miðjan janúar á að vigta féð, a. m. k. þær
klndur, sem vegnar voru að haustinu. Hafi féð léttzt að mun
þarf að haga fóðrun svo, að það hætti að léttast en bæti við
holdum ef með þarf.
FEBRÚAR. Snemma í þessum mánuði er rétt að gefa iðra-