Vasakver : með almanaki fyrir árin 1939-1943 - 01.01.1940, Blaðsíða 58
58
an áburð að trjánum meðan þau eru að komast á legg. 4. Góða
hirðu og hreinlæti í garðinum.
Heppilegustu tegundirnar til ræktimar eru:
Björk. Vex ágætlega í flestum jarðvegi.
Reynir. Vex aðeins vel í frjórri mold. Gras má aldrei vaxa
þétt að stofni hans.
Lerki. Vex betur norðanlands en sunnan. Þolir illa umhleyp-
ingasamt veðurfar.
Víðir. Til eru margar tegundir víðis, og vaxa margar þeirra
hér í frjórri jörð.
Runnar. — Ribs vex ágætlega víðast hvar, þolir illa fann-
þunga og storma. Þarf frjósaman jarðveg til þess að gefa góðan
ávöxt. Sólber eru vandræktaðri en ribs. Bera eigi ávöxt nema í
góðum árum og er hætt við kali á haustin. Siberiskt ertutré,
geitblöðungar og ýmsar spireutegundir geta myndað fallega
runna. Blæösp getur einnig víðast hvar vaxið hér sem runnur.
Víði, ribsi, geitblöðungum, rósum o. fl. má fjölga með græð-
lingum á vorin. Hinum tegundunum er oftast fjölgað með sán-
ingu. Ösp og reyni má fjölga með rótarskotum.
Plöntur til gróðursetningar á vorin má fá hjá Skógrækt rík-
isins, annaðhvort frá Reykjavík, eða beint úr græðireitunum á
Hallormsstað, Vöglum eða í Múlakoti. Erlendar trjátegundir er
ekki vert að leggja stund á að rækta, fyrr en skjól er fengið af
innlendri björk eða reyni.
FRÆGEYMSLA.
Fræ þarf að geymast á þurrum stað og getur 1 á haldið frjó-
magni sínu í nokkur ár. T. d. er talið að fræ af gulrófum geym-
ist í 5—8 ár, af káltegundum 5—7 ár, af gulrótum 4—5 ár, af
salati 3—4 ár, af korntegundum 2 ár, af grasfræi 2—3 ár.
ILLGRESI.
Það er einna mestum erfiðleikum bundið með jarðyrkju hér
á landi, að landið verður oft og tíðum þakið með illgresi.
Þessar jurtir taka vatn og næringu frá nytjajurtunum og varna
því að sólarljósið vermi jarðveginn. Þetta getur orðið til mikils
tjóns og verður því að verja landið eins vel og mögulegt er fyrir
öllu mögulegu Úlgresi. Hér skal bent á nokkur einföld atriði.
I. Jarðvegurinn í görðunum þarf að vera hæfilega rakur og vel
borið á.