Vasakver : með almanaki fyrir árin 1939-1943 - 01.01.1940, Side 91
91
Mál og vog.
Metrakerfið var leitt í lög hér á landi 1907 og nánari fyrirmæli
um það í reglugerð 1909. Sú frumeining, sem allt metrakerfið
hvílir á, heitir metri. Allar einingar máls og vogar eru leiddar af
metranum og kerfið lýtrn: fullkominni tugaskiptingu. Metramálið
er sem sagt hinn löglegi mælikvarði fyrir mál og vog, en í dag-
legu tali er stundum miðað við hin fomu mál og vog, oft einnig
það, sem notað er í enskumælandi löndum, og því nefnum vér
hér einnig nokkur dæmi þessa og breytum því í metramál.
Lengdarmál:
1 kílómeter (km) = 1000 metrar; 1 hektómeter (hm) = 100
metrar; 1 dekameter (dam) = 10 metrar; 1 desimeter (dm) =
0,1 meter; 1 sentimeter (cm) =0,01 meter; 1 millimeter (mm)
= 0,001 meter.
1 faðmur = 1,8831 metrar; 1 alin = 0,6278 metrar; 1 fet =
0,3139 metrar; 1 þumlungur = 2,6154 centimetrar; 1 míla = 7,5
kílómetrar; 1 þingmannaleið = 37,6 kílómetrar.
Hraði ljóssins er 300 þús. km. á sekúndu. Hraði hljóðsins er
330 metrar á sekúndu.
Flatarmál:
1 kvaðratkílómeter (km2) = 100 hektarar (ha); 1 hektari
(ha) = 10000 m2; 1 ari = 100 m2; 10 arar = 1 garðland (norskt
mál) = 1000 m2; 1 vallardagslátta = 0,3192 ha; 1 engjadag-
slátta = 0,5674 ha; 1 Tönde Land (danskt mál) = 0,552 ha,
1 acre (enskt mál) = 0,405 ha.
Teningsmál:
1 teningsmeter (m3) = 1000 teningsdecimeter (dm3); 1 ten-
ingsdecimeter = 1000 teningscentimetrar (cm3); 1 teningscenti-
meter = 1000 teningsmillimetrar (mm3). 1 teningsfet = 0,031 m3
Lagarmál:
1 hektólíter (hl) =100 lítrar (1); 1 líter (1 dm3) = 10 deci-
litrar (dl); 1 decilíter (100 cm3) = 10 centilítrar (cl); 1 pottur
= 0,966 líter; 1 bushel (enskt og amerískt mál) = 36,35 lítrar;
1 gallon (enskt mál) = 4.54 lítrar; gallon (amerískt mál) =
3,78 lítrar.