Vasakver : með almanaki fyrir árin 1939-1943 - 01.01.1940, Side 69
69
5) Aldrei eru hrossin búin svo mikilli orku, að rétt sé að sóa
henni að ástæðulausu. Því á að hirða hófana svo vel að járn-
ingu, að vöðvarnir og beinin, sem hreifa líkamann, hafi sem
bezta aðstöðu til að vinna. Einnig er það nauðsyn, að gæta
þess svo sem unnt er, að aktygi og reiðver fari ætíð vel á hross-
um og séu þeim hagfelld í einu og öllu.
6) Hrossin eru viðkvæm fyrir kulda, ef þau koma heit úr vinnu.
Því á aldrei að slepna þeim út, í því ástandi, nema í hlýtt sumar-
veður eða í gott skjól. Allir ættu að eiga hlý hús yfir brúkunar-
hross sín á haustum og vetrum.
7) Hross, sem lítið eru vön húsvist, þola illa vont loft. Margt
illt leiðir af slæmri loftræstingu í h sti.úsum. Hámark þess er
lifrarbólga.
8) Hrossin eru sparneytin, en hafa ekki hrausta meltingu.
Þau komast af með lítið fóður, en það þarf að vera gott.
9) Góð beitilönd eru mikil hlunnindi hverjum hrossabónda,
í hófi notuð, en að sama skapi höfuð böi bóndans, ef hann notar
þau af fyrirhyggjuleysi og harðýðgi við hrossin.
10) Lofið hrossunum að vinna það sem unnt er fj'rir búin, þvi
þau veita þeim ódýra vinnu.
11) Æfið ykkur í að sjá hve hrossin eru fögur. þá sjáið þið
hvað lítið sem ber frá réttu um hirðingu á þeim, ef reiðverin
eru slæm eða fara illa á þeim, eða ef verkfærin sem þau vinna
með, eru slæm eða óhentug. Þessi ástundan ykkar, að hafa
hrossin þrifaleg og fögur og allt snyrtilegt sem þau vinna með,
sparar orku hrossanna, eykur afköst þeirra og endingu og gerir
ykkur vinnuna að ánægjuefni.
12) Gerið hestana að vinum ykkar. Þá standið þið og hestarnir
hlið við hlið í baráttunni fyrir lífinu. Skiptið erfiðinu milli ykkar
af hagsýni og blessuninni af starfinu skiptið þið af sanngimi,
og þá skiljið þið gamla spakmælið: „Sameinaðir stöndum vér,
sundraðir föllum vér.“ Th A.
Lesið bók Theodórs Arnbjarnarsonar um hesta, og bók sama
höfundar um járningar.
Sauðfjárrækt.
Sauðfjárræktin hefir frá alda öðli verið undirstaða atvinnu-
lífsins hér á landi, og nú, þrátt fyrir stórfelldar breytingar á