Vasakver : með almanaki fyrir árin 1939-1943 - 01.01.1940, Side 65
65
en þurfi að gefa henni meira, þá þurfa að vera fleiri fóðurbætis-
tegundir í blöndunni.
7) Úthey er venjulega verra til fóðurs en taða, enda síðar
slegið. Þarf oftast 1.2—1.5 kg. af kýrgæfu útheyi, til að jafngilda
einu kg. af góðri töðu.
8) Öllum þeim kúm, sem vanar eru að komast fyrst eftir burð-
inn í nyt, sem svarar til þess sem er aftan við sjöunda dálk,
ætti að gefa fóðursalt 5—6 vikna tíma eftir burðinn, og 2—3
mánuði eftir hann. Hæfileg gjöf af fóðursalti er 1—2 mat-
skeiðar á dag, og er bezt að gefa það i fóðurbætinum, sé hann
gefinn, en ella hnoðað inn í deigbita á stærð við kartöflu.
9) Ætið þarf að fara í fjósið á sama tíma dag hvern og mjólka
kýrnar í sömu röð. ÖU óregla í því efni kostar meira viðhalds-
fóður eða minni mjólk eða hvort tveggja.
10) Mjaltir ber að framkvæma hreinlega, þurrka vel af júgr-
unum áður en byrjað er að mjólka, og þvo þau, sé þess þörf.
Betra er að kreistmjólka en toga, og frá því byrjað er að mjólka
kúna, ber að mjólka stanzlaust þar til mjaltir eru búnar. Allur
stanz á mjöltum orsakar minni mjólk. Vel ber að vanda hreitl-
urnar.
11) Gæta ber þess, að kýrnar haldist sem bezt hreinar í fjós-
inu, og þarf að kemba þær og bursta daglega.
12) Sé gefið fóður með megnri lykt, svo sem rófur, vothey eða
annað, ber að gefa það eftir mjaltir, svo mjólkin dragi ekki bragð
eftir lyktinni. Moka ætti flórinn nokkru áður en mjólkað er, því
ella getur mjólkin dregið í sig mykjubragð.
13) Sérstaka natni þarf að sýna síð- og sumarbærum að
haustinu, bæði með því að gefa þeim með beitinni eftir að grös
eru farin að sölna, og eins með því að taka af þeim hrök, með
því að gefa þeim inni, eða breiða yfir þær teppi í högunum.
14) Með því að gefa kúm vothey með þurrheyinu að %—%
leyti, má fá kúna til að umsetja meira hey, og halda betur á sér
nyt en ella, og ættu allir kýreigendur að verka nokkurn hluta
heyjanna sem vothey (sérstaklega hána) og gefa kúnum það.
15) Að haustinu er ágætt að geta gefið grænfóður, hafragras,
kál o. fl. með síðustu beitinni og fyrst í innistöðunni. Kúnni
verður þá minna um fóðurskiptin.
16) Sé til smárahey eða vikka, og sérstaklega sé það verkað
sem vothey, má spara fóðurbætisgjöf að mun, en þar sem það
er enn óvíða til, verður ekki frekar farið út í það hér nú.