Vasakver : með almanaki fyrir árin 1939-1943 - 01.01.1940, Blaðsíða 59
59
2. Það er gott að hafa sáðskipti, láta eigi sömu jurtirnar vaxa
meira en 2—3 ár á sama stað. Undantekning frá þessari reglu
er þó með grastegundirnar.
3. Illgresi má helzt aldrei fella fræ, því þá breiðist það út óð-
fluga.
4. Ef illgresi spírar á vorin, áður en sáð er, er gott að herfa
svæðið og láta yfirborðið liggja laust nokkra daga, þá
skrælnar mikið af illgresinu.
5. Illgresi er hægt að eyðileggja með því að sprauta yfir það
uppleysingu af jám-vitrioli. Þetta á að gera í þurrviðri, þá
er illgresið er farið að spretta. Hæfilegt er að leysa upp
20 kg. af járnvitrioli í 80 lítrum af vatni. Þetta nægir á
eitt gl. Sérstakar sprautur eru notaðar til að dreifa vökv-
anum. Þessi vökvi eyðileggur arfa og flest annað illgresi,
en eigi þola rófur, jarðepli, kál eða aðrar garðjurtir hann,
og verður því að nota hann áður en þessar jurtir fara að
vaxa. Handhægra til notkunar er Tröllamél. Af því þarf að
dreifa um 50 kg. á gl. Það drepirr arfa, en garðjurtir þola
það eigi. Þarf því að notast snemma, áður en matjurtir
koma upp.
Hafið gát á jurtasjúkdómum.
Eftir Ingólf Davíðsson.
Myglan er argasti óvinur jarðeplaræktarinnar. Á jarðepla-
grösin koma grágrænir sviðnir blettir. Stækka þeir óðum ef vot-
viðrasamt er, verður jarðeplagrasið svart að lokum og getur ger-
fallið. Á jarðeplin koma blýgráir blettir. Veikin berst með út-
sæði og á sumrum geta kim (sveppgróin) borizt milli garða með
vindi. Þurfa því að vera samtök með varnirnar, einkum i þéttbýli.
Helztu varnirnar eru þessar:
1) Notið heilbrigt útsæði og ræktið aðeins mygluharðgerðar
tegundir jarðepla. Veljið útsæði á haustin undan beztu grösunum.
Tegundirnar Akurblessun (Ackersegen). Alpha, Deodara, Gull
jarðar (Erdgold), Eyvindur, Jubel, Stóri Skoti o. fl. þola myglu
sæmilega.
2) Notið Bordeaux eða koparsódaduft eða vökvið árlega til
varnar á myglusvæðunum.
Annar erkifjandi jarðeplanna er stöngulveikin. Ber talsvert
á henni árlega. Stöngullinn verður svartur og linur niður við