Vasakver : með almanaki fyrir árin 1939-1943 - 01.01.1940, Side 70
70
atvinnuháttum þjóðarinnar byggist fjárhagsleg afkoma og fram-
tiðarmöguleikar mikils meirihluta þess fólks, sem lifir í sveitum
landsins, eða allt að helmings landsmanna, á þessari atvinnu-
grein.
Það virðist því sjálfsagt, að allir, sem sauðfjárrækt stunda,
gerðu það að metnaðarmáli sínu, að leggja sig fram við sauðfjár-
ræktina og reyna með öllu móti að fá sem mestan arð af þessari
atvinnugrein, með því að rækta og kynbæta sauðféð, fóðra það
vel og sýna því nákvæmni í hirðingu og allri meðferð. En því
fer fjarri, að þetta sé nógu almennt gert. AUt of margir bændur
vanfóðra féð oftsinnis, trassa alla kynbótastarfsemi, og sýna því
hvergi nærri næga nákvæmni í hirðingu.
Frumskilyrðin fyrir því að fá góðan arð af fénu, er að fóðra
það vel og vanda hirðingu þess. Pé, sem er ætíð vanfóðrað og
illa hirt, er árangurslaust að kynbæta með tilliti til þess að
auka eða bæta afurðir þess.
Dagbók fjármannsins.
SEPTEMBER. Göngur. Um miðjan september byrja göngur.
Parið gætilega með féð í göngunum. Rekið féð hægt og hund-
beitið það ekki og hafið stuttar dagleiðir, því að haustlömbin
eru viðkvæm.
Réttir. Réttið ekki mjög margt fé á sama stað, það orsakar að
óþörfu illa meðferð á fé. Byrjið sundurdrátt snemma að morgni,
gangið ötullega að drætti og rekið féð á haga eins fljótt og auðið
er. Takið aldrei í ullina á fénu við sundurdrátt, það meiðir
kindina og skemmir bæði kjötið og skinnið. Reynið eftir megni
að forðast að lömbin villist frá mæðrunum við réttaragið.
Sláturtíðin. Þar sem bráðapestin gerir fljótt vart við sig að
haustinu, á að bólusetja lífsféð strax eftir fyrstu réttir. Lömbun-
um þarf að slátra eins snemma og við verður komið. Allri slátrun
þyrfti að vera lokið fyrir septemberlok. Þar sem það er ekki
hægt, ætti þó að ljúka slátrun eigi síðar en 10. okt.
Gætið varúðar í allri meðferð sláturfjárins. Rekið rekstrana
hægt, hafið stuttar dagleiðir, forðist að láta kindur lenda í
gaddavírsgirðingu og lofið fénu að hvíla sig vel áður en því er
slátrað.
OKTÓBER. Ljúkið allri slátnm eins snemma í þessum mán-
uði og mögulegt er. Að lokinni sláturtíð ættu allir að bólusetja