Vasakver : með almanaki fyrir árin 1939-1943 - 01.01.1940, Page 47
47
Lög um nýbýli og samvinnubyggðir nr. 25, 1. febrúar 1936.
Jarðræktarlög nr. 43, 20. júní 1923. Lög þessi hafa valdið
straumhvörfum í íslenzkri jarðyrkju; þau hafa tekið nokkrum
breytingum. Ný útgáfa af þeim kom 1936 nr. 101, 23. júní.
Girðingalög nr. 66, 3. nóvember 1913.
Lög um tilbúinn áburð nr. 52, 7. maí 1928.
Lög um meðferð skóga og kjarrs, friðun á lyngi o. fl. nr. 13,
7. maí 1928.
Lög um sandgræðslu nr. 45, 20. júní 1923. Breytingar 1927.
Lög um verzlun með tilbúinn áburð og kjarnfóður nr. 28,
27. júní 1921.
Lög um búfjárrækt nr. 32, 8. september 1931. Breytingar 1933
og 1934.
Vatnalög nr. 15, 20. júní 1923.
Landskiptalög nr. 57, 31. maí 1927.
Ábúðarlög nr. 87, 19. júní 1933.
Lög um meðferð á sölu n.jólkur, rjóma o. fl. nr. 1, 7. júní 1935.
Breytingar 1937, flr. 66, 31. des.
Lög um lax- og silungsveiði nr. 61, 23. júní 1932. Breytingar
1936.
Lög um erfðaábúð og óðalsrétt nr. 8, 1. febr. 1936.
Lög um húsmæðrafræðslu í sveitum nr. 60, 11. júní 1938.
UM JARÐYRKJU.
Þegar talað er um sáð- og áburðarmagn hér á eftir, er miðað
við 1000 m.2, það er i/io úr ha. eða tæplega % úr dagsláttu. Þetta
er spilda sem getur verið 40 metra löng og 25 m. breið. Vér nefn-
um það garðland (skammstafað gl.). Þetta er hæfilega stór
garður fyrir fjölskyldu (5—7 manns). í góðærum getur orðið
nokkuð aflögu til sölu, en nægilegt þó hart sé í ári, ef ræktunin
er í góðu lagi. Vér munum hér aðeins nefna þær jurtir, sem
reynsla er fyrir, að geti þrifizt hér á landi.
ÞURRKUN TÚNLANDS.
Eftir Ásgeir L. Jónsson.
Stærstu mistökin við túnrækt hér á landi er vanþurrkun rækt-
imarlandsins. Fyrir þá sök eina hafa bændur orðið fyrir fjár-
hagslegu tjóni, er nemur milljónum króna, síðan jarðræktarlögin
gengu í gildi.