Vasakver : með almanaki fyrir árin 1939-1943 - 01.01.1940, Page 43
43
FÉLAG ÍSLENZKRA MJÓLKURFRÆÐINGA.
Það var stofnað 1938. Tilgangur þess er að efla mjólkuriðnað
í landinu, og þekkingu í þeim efnum, svo og að koma skipulagi
á mjólkuriðnaðarnámið. Pormaður er Sigurður Guðbrandsson.
HIÐ ÍSLENZKA GARÐYRKJUFÉLAG.
Það var stofnað 1885. Tilgangur þess er að vinna að því að
efla garðyrkju í landinu. Það gefur út ársrit, heldur garðyrkju-
sýningar o. fl. Formaður þess er N. Tybjerg.
EGGJASAMLAG.
Það var stofnað 1934. Formaður þess er Þorbjörn Jónsson.
Sláturfélag Suðurlands annast sölu eggjanna.
SKÓGRÆKTARFÉLAG ÍSLANDS.
Það var stofnað 1930 á Þingvöllum. Tilgangur þess er að
styðja að aukinni trjá og skóggræðslu í landinu. Formaður er
Árni G. Eylands.
LOÐDÝRARÆKTARFÉLAG ÍSLANDS.
Það var stofnað 1936. Formaður þess er H. J. Hólmjárn. Hann
er jafnframt ríkisráðunautur í loðdýrarækt.
ATVINNUDEILD HÁSKÓLANS.
Búnaðardeild. Tilgangur deildarinnar er að framkvæma jarð-
vegs-, ræktunar-, fóðrunar- og jurtasjúkdómarannsóknir. For-
maður Steingrímur Steinþórsson. Starfsmenn: Ingólfur Davíðs-
son jurtasjúkdómafræðingur, við jurtasjúkdómarannsóknir og
Pétur Gunnarsson landbúnaðarkandidat, við fóðrunartilraunir
á búfé.
NÝBÝLASTJÓRN:
Bjöm Konráðsson, formaður. Bjarni Ásgeirsson, Bjarni
Bjarnason. Nýbýlastjóri: Steingrímur Steinþórsson. Skrifstofa:
Búnaðarfélag íslands.
TILR AUN ASTÖÐ V AR.
Verkefni þeirra er að gera tilraunir með allt sem að jarðyrkju
lýtur. Aðalstöðvarnar eru:
Tilraunastöð Ræktunarfélags Norðurlands, stofnuð 1903. Ger-'
ir tilraunir með grasrækt, áburð, garðyrkju o. fl.