Rökkur - 01.10.1922, Blaðsíða 8
unni og varpa geislum á land endurminninganna. En ég vil fyrst
draga upp eða skýra umgjörð þeirrar myndar, umgjörð myndar
hvers heimilis í Reykjavík á þeim árum, og sú umgjörð er að sumu
leyti fögur og sumu ekki.
Reykjavík var þá aðeins þorp. Þá voru engir hafnargarðar, engir
innlendir togarar, engin steinlögð stræti, engin vatnsleiðsla, engin
rafleiðsla, engin gasstöð. Þá var engin loftskeytastöð, engin síma-
stöð, enginn háskóli, enginn ráðherra á íslandi búsettur. Þá var ekk-
ert aðflutningsbann. Þá var engin grútarbræðsla í Örfirisey. Þá voru
skáldin tiltölulega fá, en um eða við þau, sem þá voru uppi, var ekki
hægt að segja: Vígi yðar er leirvígi. Þá voru skáldin skáld. Þá var
enginn sósíalismi og því síður bolshevismi. Þá litu þeir lágt settu
upp til þeirra hátt settu. Þá voru veizlur haldnar og vín drukkið. Þá
var pípuhattaöld. Þá var trégirðing — við kölluðum hana grinda-
verk — kringum Austurvöll.
Þar vógu krakkar salt. Þá voru tjargaðir timburkofar við Austur-
völl, þar sem Hótel Reykjavík var seinna reist. Þeir voru kallaðir
„Frönsku húsin.“ Þar spiluðu franskir sjómenn á harmonikur og
sungu franska þjóðsönginn og dönsuðu og gáfu okkur krökkunum
beinakex. Þá var knæpa á Hótel ísland. Þar var drukkið fast og oft
barizt. Þá voru fjós og hesthús víða í miðbænum. Þá var heyjað á
Austurvelli. En þá var líf í gömlu Reykjavík. Eitthvað rómantískt
við gamla bæinn. Þá var að mörgu leyti gaman að lifa. Og þá var
fallegt í Reykjavík. Það er að vísu alltaf fallegt í Reykjavík, en ég
held næstum, að það hafi verið enn fallegra þar þá. Margra hluta
vegna. Til dæmis seglskipafjöldans vegna á höfninni. Þá þurftu
menn ekki að ganga upp á Skólavörðu eða út í Örfirisey til þess að sjá
sólina hníga í djúpið. Og á kvöldin gengu silfurhærðir öldungar um,
niður á bryggju, út á batterí og upp um holt og kváðu kvæði, sem
enn lifa. í fáum orðum sagt: Bærinn var gamaldags. Allt upp á gamla
móðinn. Lítið um þægindi. Þar var ekki um neitt að ræða, sem benti
á, að Reykjavík myndi í bráð ameríkaniserast, ef ég má nota leiðin-
legt orð. En það var, eins og ég sagði áður, eitthvað rómantískt við
bæinn og bæjarlífið, og aristakratiskt. Þar voru svo margir mennta-
menn, svo margir andans menn, svo margir silfurhærðri öldungar,
sem voru sómi Reykjavíkur og sómi íslands. Og það, að þessir menn
störfuðu þarna, áttu heima þarna, að ísland átti þessa menn, hafði
sín áhrif á bæjarbúa — og þjóðina í heild sinni. Og þessir menn voru
8