Rökkur - 01.10.1922, Blaðsíða 92
eitt sinn var eg smáður,
fagra mín, af föður þínum smáður.
Og blóði grætur augað sem áður.“-------
„Og selurinn stakk sér á kaf og sást aldrei framar. Og —“
Þórunn þagnaði. Hún hafði raulað kvæðin fyrir munni sér. En
þegar síga fór á seinni hlutann, sofnaði Tumi við barm hennar.
Hún var öll í kvæðinu og tók ekki eftir, þegar hann sofnaði. —
Hún grét ofan í lokka hans, þegar hún lagði hann til hvíldar.
Og hún hvíslaði:
„Þegar þú verður stór, færðu að heyra, hvernig ævintýrinu lykt-
aði — hvernig þeim vegnaði — móðurinni særðu og syninum unga.“
(Reykjavík 1917.)
,,Fremur var það fátæklegt“
Þegar ég kom til Winnipeg-borgar og hóf útgáfu Rökkurs árið
1922, hafði ég dvalist í Bandaríkjunum frá því vorið 1919. Ég fór
að heiman vestur um haf í febrúar 1918 og var í New York borg
þar til í júní sama ár, er ég innritaðist sem sjálfboðaliði í her
Kanada, var í honum tæpt ár, fyrst í þjálfunarbúðum í Kanada
og á Englandi, en fór svo með herdeild minni til Frakklands,
Belgíu og Þýzkalands, og vestur yfir haf vorið 1919, og úr hernum
aftur til Bandaríkjanna. Síðasta árið þar var það að brjótast í mér
æ meira, að hverfa heim til íslands aftur, en mér lék jafnframt
sterkur hugur á, að dveljast um hríð í Winnipeg í kynningarskyni,
og í þetta réðst ég, þrátt fyrir erfiða tíma og að ég var orðinn fjöl-
skyldumaður, lítt efnum búinn, sem varð að taka þeirri vinnu, er
bauðst hverju sinni. Eftir að þangað kom varð mér ljósara, hve
atvinna er árstíðabundin í Vestur-Kanada, en erfiðleikar því sam-
fara bitna að sjálfsögðu meira á þeim, sem ekki hafa fest þar
rætur. Ég hafði stopula vinnu framan af og meðfram þess vegna
réðst ég í útgáfu Rökkurs. Kom L árgangur Rökkurs út þar 1922,
12 arkir, og 1. h. II. árgangs, 1923, og útgáfunni hélt ég svo
92