Rökkur - 01.10.1922, Blaðsíða 32

Rökkur - 01.10.1922, Blaðsíða 32
„Rúdolf er dáinn — fyrir mér. Ég ætlaði að segja meira áðan. Hann lifir. Það er aðeins fyrir mér, sem hann er dáinn. Hann er líklega giftur nú, rússneskri stúlku. Ástralíudraumurinn minn var öðruvísi en hans. Rúdolf hugsaði bara um, að þar gætum við orðið rík. En sleppum því. Þessi stúlka hefir gert svo mikið fyrir hann. Hún hjúkraði honum dauðvona. Hann segir, að hann eigi henni lífið að launa.“ „Og svo giftist hann henni af tómri þakklátsemi!“ „Ég get ekki láð honum það. Við vorum ólíkari en ég hélt. Hversu ólíkar voru ekki skoðanir okkar um Ástralíu, framtíðar- landið okkar. Aldrei drógu peningarnir mig eða vonin um þá. Vonir mínar voru hamingjuríkir sólskinsdraumar. Landið steig upp fyrir hugskotssjónum mínum grænt og skrúðklætt. Það var friður og hamingja. Þar var engin harðstjórn. Engin kúgun. En frelsið breiddi faðm- inn á móti mér. Þar fannst mér, að ég mundi geta neytt krafta minna, sem voru bundnir og kúgaðir, auðgað anda minn, drukkið alla andans fegurð í djúpum teigum. Þar hélt ég, að ég gæti orðið góð og göfug, og hjálpað öðrum í baráttunni til þess að verða það. En svo sá ég, að þetta var aðeins táldraumur. Nú er allt svo breytt. Þegar styrjöldin var komin í algleyming, fannst mér syrta að úr öllum áttum. Öll dýrðin hvarf. Allt það góða, sem ég hafði gert mér í hugarlund, að núlifandi kynslóðir myndu leiða til sigurs, var aðeins táldraumur, sem hugmyndaflug mitt skapaði.“ „Hefirðu þá alveg misst trúna á, að þessir draumar geti rætzt?“ „Nei. Aðrar kynslóðir munu koma, sem leiða göfugustu hug- sjónir mannanna til sigurs. Trúleysið minnkar hröðum fetum. Og trúin á annað líf eykst að sama skapi.“ „Ég skil þig, Gaska. Hjá þér finn ég alvöru trúarinnar svo ljós- lega. Ég trúi, af því ég elska þig, af því að ást þín hefir skapað trú mína.“ „Segðu það ekki. En í hugum okkar lifa sömu vonir, sömu kennd- ir og hugsanir. Sálir okkar hafa verið eins og samstilltir strengir.“ Stundin var liðin. — Hlýtt handtak. Augu þeirra mættust og þau lásu leyndustu hugsanir hvors annars. Óðum leið að burtfarartíma hans. Hver dagur var sem andartak. 32
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Rökkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rökkur
https://timarit.is/publication/1770

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.